Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Jón Þór Stefánsson skrifar 20. febrúar 2025 15:32 Fólkið hefur sætt gæsluvarðhaldi á Hólmsheiði frá 16. september á meðan málið hefur verið til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum. Vísir/Vilhelm Systkini og makar þeirra hafa verið sakfelld í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innflutning á kókaíni til landsins. Þyngsti dómurinn hljóðar upp á þriggja ára fangelsi, en sá vægasti upp á átján mánuði. Sakborningarnir, sem eru tvær konur og tveir karlar, voru dæmdir fyrir innflutning á 3,3 kíló af kókaíni með flugi frá Amsterdam í Hollandi þann 15. september í fyrra. Efnin voru flutt innvortis í sakborningunum, en styrkleiki efnanna var á bilinu 73 til 86 prósent. Fjórmenningarnir, sem eru allir erlendir ríkisborgarar, játuðu allir sök, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið að flytja efnin saman hingað til lands. Refsing í fíkniefnamálum er þyngri ef dæmt er fyrir samráð. Þyngsta dóminn fékk Silafini Amalensi, en hún flutti tæpt 1,5 kíló af kókaíni til landsins innvortis. Karlarnir Leandro Rodger Amalensi, sem er bróðir Silafini, og Rudy Jack Prauga Usage Prauga Nobial, sem er unnusti Silafini, hljóta báðir tveggja ára dóm. Sá fyrrnefndi var með 791 grömm en sá síðarnefndi var með 675 grömm. Ais Vetjama Pansa, sem er unnusta Leonards, hlaut átján mánaða dóm fyrir að vera með tæp 400 grömm á sér. Rámaði í eina Íslandsheimsókn Samkvæmt skýrslu tollgæslunnar voru sakborningarnir margsaga um það hversu oft þeir hefðu komið til landsins þegar þeir voru spurðir út í ferðir sínar við tollhlið á Keflavíkurflugvelli. Silafini hafi „rámað í“ að hafa komið hingað einu sinni áður, en samkvæmt gögnum tollgæslunnar var þetta að minnsta kosti fimmta ferð hennar. Rudy Jack hafi haft svipaða sögu að segja. Hann minnti að hann hefði komið einu sinni áður fyrir meira en ári síðan, en gögn tollsins sýndu að hann hafði komið fjórum sinnum síðan í júní það ár. Í niðurstöðu sinni benti dómari á að umbúðir á fíkniefnunum hefðu verið æði líkar. Þá vísaði hann til fjögurra ólíkra sagna fólksins af aðdraganda innflutningsins. Skuld bróður og ókunnugt fólk á djamminu Silafini sagðist hafa hjálpað einum bróður sínum við millifærslu peninga en einhverjir stungið af með peningana. Hún hefði ætlað að fá skuld bróður síns fellda niður með innflutningnum. Leandro sagðist hafa verið úti á götu í Amsterdam, rætt þar við vin sinn og sagt honum að hann væri á leiðinni til Íslands. Þá hefði ókunnugur maður beðið hann um að fara með sendingu til Íslands gegn greiðslu. Leandro hafi verið fjárþurfi, atvinnustaða hans ekki góð og hann því slegið til. Rudy sagðist hafa farið út á lífið á Englandi daginn fyrir ferðina til Íslands. Hann hefði hitt ókunnugan mann sem hefði beðið sig um að taka með pakka til Íslands. Rudy hefði fundist pakkinn grunsamlegur en þegar hann gerði athugasemd hefði maðurinn hótað honum. Hann hefði því farið með pakkann og átt von á greiðslu fyrir. Ais sagðist hafa hitt mann á skemmtistað í Lille í Frakklandi en mundi ekki nafn skemmtistaðarins. Hann hefði látið hana hafa fíkniefnin. Verulegur ólíkindablær Ekkert þeirra sagðist vita hvernig þau áttu að standa að afhendingu efnanna á Íslandi. Rudy, Leandro og Silafini sögðu hvert fyrir sig að einhver hefði ætlað að setja sig í samband við þau á Íslandi. Dómaranum þótti verulegur ólíkindablær á frásögnum fjórmenninganna. Ef marka mætti frásagnir þeirra hefðu þau ætlað saman í fjölskylduferð til Íslands en málin þróast þannig að öll fjögur, þó hvert fyrir sig og án nokkurs samráðs, hefðu tekið að sér að flytja fíkniefni til Íslands. Þótti dóminum ljóst að þau hefðu staðið að innflutningnum í samverknaði. Um sé að ræða hættuleg fíkniefni. Magn efnannan var misjafnt sem útskýrði misjafna refsingu fólksins. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Fíkn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Sakborningarnir, sem eru tvær konur og tveir karlar, voru dæmdir fyrir innflutning á 3,3 kíló af kókaíni með flugi frá Amsterdam í Hollandi þann 15. september í fyrra. Efnin voru flutt innvortis í sakborningunum, en styrkleiki efnanna var á bilinu 73 til 86 prósent. Fjórmenningarnir, sem eru allir erlendir ríkisborgarar, játuðu allir sök, en vildu þó meina að þeir hefðu ekki verið að flytja efnin saman hingað til lands. Refsing í fíkniefnamálum er þyngri ef dæmt er fyrir samráð. Þyngsta dóminn fékk Silafini Amalensi, en hún flutti tæpt 1,5 kíló af kókaíni til landsins innvortis. Karlarnir Leandro Rodger Amalensi, sem er bróðir Silafini, og Rudy Jack Prauga Usage Prauga Nobial, sem er unnusti Silafini, hljóta báðir tveggja ára dóm. Sá fyrrnefndi var með 791 grömm en sá síðarnefndi var með 675 grömm. Ais Vetjama Pansa, sem er unnusta Leonards, hlaut átján mánaða dóm fyrir að vera með tæp 400 grömm á sér. Rámaði í eina Íslandsheimsókn Samkvæmt skýrslu tollgæslunnar voru sakborningarnir margsaga um það hversu oft þeir hefðu komið til landsins þegar þeir voru spurðir út í ferðir sínar við tollhlið á Keflavíkurflugvelli. Silafini hafi „rámað í“ að hafa komið hingað einu sinni áður, en samkvæmt gögnum tollgæslunnar var þetta að minnsta kosti fimmta ferð hennar. Rudy Jack hafi haft svipaða sögu að segja. Hann minnti að hann hefði komið einu sinni áður fyrir meira en ári síðan, en gögn tollsins sýndu að hann hafði komið fjórum sinnum síðan í júní það ár. Í niðurstöðu sinni benti dómari á að umbúðir á fíkniefnunum hefðu verið æði líkar. Þá vísaði hann til fjögurra ólíkra sagna fólksins af aðdraganda innflutningsins. Skuld bróður og ókunnugt fólk á djamminu Silafini sagðist hafa hjálpað einum bróður sínum við millifærslu peninga en einhverjir stungið af með peningana. Hún hefði ætlað að fá skuld bróður síns fellda niður með innflutningnum. Leandro sagðist hafa verið úti á götu í Amsterdam, rætt þar við vin sinn og sagt honum að hann væri á leiðinni til Íslands. Þá hefði ókunnugur maður beðið hann um að fara með sendingu til Íslands gegn greiðslu. Leandro hafi verið fjárþurfi, atvinnustaða hans ekki góð og hann því slegið til. Rudy sagðist hafa farið út á lífið á Englandi daginn fyrir ferðina til Íslands. Hann hefði hitt ókunnugan mann sem hefði beðið sig um að taka með pakka til Íslands. Rudy hefði fundist pakkinn grunsamlegur en þegar hann gerði athugasemd hefði maðurinn hótað honum. Hann hefði því farið með pakkann og átt von á greiðslu fyrir. Ais sagðist hafa hitt mann á skemmtistað í Lille í Frakklandi en mundi ekki nafn skemmtistaðarins. Hann hefði látið hana hafa fíkniefnin. Verulegur ólíkindablær Ekkert þeirra sagðist vita hvernig þau áttu að standa að afhendingu efnanna á Íslandi. Rudy, Leandro og Silafini sögðu hvert fyrir sig að einhver hefði ætlað að setja sig í samband við þau á Íslandi. Dómaranum þótti verulegur ólíkindablær á frásögnum fjórmenninganna. Ef marka mætti frásagnir þeirra hefðu þau ætlað saman í fjölskylduferð til Íslands en málin þróast þannig að öll fjögur, þó hvert fyrir sig og án nokkurs samráðs, hefðu tekið að sér að flytja fíkniefni til Íslands. Þótti dóminum ljóst að þau hefðu staðið að innflutningnum í samverknaði. Um sé að ræða hættuleg fíkniefni. Magn efnannan var misjafnt sem útskýrði misjafna refsingu fólksins. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Fíkn Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira