Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 13:44 Hafi einhver velkst í vafa um það hvað Silja Bára hyggst setja á oddinn í sínum rekstorsslag tekur hún af allan vafa um það í aðsendri grein sem hún birti á Vísi nú rétt í þessu: Jafnréttindi og inngilding. vísir/vilhelm Silja Bára R. Ómarsdóttir er í rektorskjöri og hún ítrekar þær áherslur sem hún mun koma með í Háskóla Íslands verði hún kjörin. Hún segist vilja verða rektor inngildingar. „Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“ Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
„Staðreyndin er sú að háskólar voru stofnaðir af körlum í forréttindastöðu fyrir karla í forréttindastöðu,“ segir Silja Bára í aðsendri grein sem hún birtir á Vísi og kallar „Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands“. Rektorskosningar verða dagana 18. Og 19. Mars. Ef enginn frambjóðenda fær meirihluta gildra atkvæða er kosið milli þeirra tveggja sem flest atkvæði fengu. Þeir sem eru í framboði eru auk Silju þau Björn Þorsteinsson, Ganna Progrebna, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Magnús Karl Magnússon og Oluwafemi E Idowu. Silja segir að sem betur fer hafi mikið vatn runnið til sjávar frá því háskólar voru einsleitar stofnanir og þeir, líkt og aðrir skólar, hafa tekið stórfelldum breytingum á stuttum tíma. En enn sé langt í land: Að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum sem hann sækja. „Innan háskólans þarf að tryggja jöfn tækifæri til grunn- og framhaldsnáms, framgangs og starfsþróunar og tryggja jafnrétti í launasetningu. Það þarf að kynna vel og treysta þá ferla sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og takast á við einelti, áreitni og ofbeldi, efla sálfræði- og félagsráðgjafarþjónustu og auka sveigjanleika í námi.“ Þá segir Silja að starfsfólk og stúdentar við Háskóla Íslands eiga rétt á því að þeim sé mætt af virðingu óháð uppruna, líkamsgerð, eða kyni, svo dæmi séu tekin. „Byggingar eiga að vera aðgengilegar og samfélagið sömuleiðis. Umfram allt þarf háskólasamfélagið að vera opið fyrir nýjum og fjölbreyttum áskorunum og þora að takast á við öll þau viðfangsefni sem fjölbreyttir háskólar þurfa og eiga að takast á við. Ég býð mig fram til að verða rektor sem stuðlar að jafnrétti og inngildingu í fjölbreyttum háskóla þar sem allt fólk fær notið sín.“
Háskólar Rektorskjör við Háskóla Íslands Jafnréttismál Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46 Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Ellefu umsóknir bárust um embætti rektors Háskóla Íslands fyrir næsta kjörtímabil en átta umsækjendur voru taldir uppfylla skilyrði um embættisgengi. Rektorskjör fer fram á næstu vikum. 6. febrúar 2025 17:46
Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Samtök áhugafólks um spilafíkn hvetja til framboðs einstaklinga sem eru mótfallnir rekstri spilakassa í embætti rektors Háskóla Íslands. Gengið verði á frambjóðendur um afstöðu þeirra til reksturs háskólans á slíkum kössum. 16. janúar 2025 11:18