Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir skrifa 20. febrúar 2025 12:47 Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Jafnréttismál Steinunn Bragadóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Á Kvennaári 2025 hafa á fimmta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um kynskiptan vinnumarkað út frá gögnum Hagstofu Íslands. Vinnumarkaðurinn hér á landi er mjög kynskiptur líkt og á hinum Norðurlöndunum. Þetta hefur áhrif á laun kynjanna, valdahlutföll, starfsvettvang, vinnuumhverfi og aðgengi að fjármagni. Í þessu sambandi er oft talað um kvennastörf og karlastörf. Ekki er til eiginleg skilgreining á því hvað þau fela í sér en oft er miðað við að annað kynið sé a.m.k. 60-65% af heildarfjölda starfsfólks. Svokölluð kvennastörf eru meðal annars þau störf sem konur unnu áður ólaunuð á heimilum. Kynskiptar atvinnugreinar Mynd: Hlutfall starfandi í atvinnugreinum eftir kyni 2023 Konur starfa í miklum meirihluta í fræðslustarfsemi (78%) og heilbrigðis- og félagsþjónustu (72%). Um 43% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum og langflest starfanna eru á opinberum vinnumarkaði. Stærstu atvinnugreinar kvenna á almenna vinnumarkaðnum eru ferðaþjónusta auk heild- og smásöluverslunar en um 22% kvenna á vinnumarkaði starfa í þessum greinum. Karlastörf eru fjölmennust í atvinnugreinum sem tilheyra að mestu almenna vinnumarkaðnum. Þessi kynjaskipting hefur áhrif á laun, en þau störf þar sem konur eru í meirihluta eru að jafnaði lægra launuð en störf þar sem karlar eru í meirihluta. Í skýrslu starfshóps forsætisráðherra um verðmætamat kvennastarfa kemur fram að störf kvenna fela oftar í sér náin samskipti við annað fólk og tilfinningalegt álag en störf karla. Þessi störf skapa óáþreifanleg verðmæti ólíkt hefðbundnum karlastörfum sem fela oft í sér sköpun áþreifanlegra verðmæta. Þessi munur ýtir undir vanmat á virði kvennastarfa. Þar að auki eiga konur í kvennastörfum oft minni möguleika á framþróun í starfi eða stöðuhækkun því kvennastörf eru flest í flötu stjórnskipulagi. Kynskiptar starfsstéttir Mynd: Fjöldi starfandi í starfsstéttum eftir kyni 2023 Tölfræðin skiptir vinnumarkaðnum upp í níu starfsstéttir. Þær eru kynskiptar rétt eins og atvinnugreinarnar. Konur eru hlutfallslega fleiri í stétt skrifstofufólks (70%), sérfræðinga (62%) og verslunarfólks og fólks í þjónustustörfum (56%). Árið 2023 störfuðu flestar konur sem sérfræðingar, tæplega 32.000 þar af mikill meirihluti í félagsþjónustu, heilbrigðis- og menntakerfinu, og rúmlega 25.000 í verslunar- og þjónustustörfum. Stærstu vinnustaðir kvenna eru á opinberum vinnumarkaði Mynd: Fjöldi 16-74 ára starfandi á opinberum og almennum vinnumarkaði eftir kyni 2024 Konur eru um 47% af starfandi á vinnumarkaði. Af þeim rúmlega 100 þúsund konum á vinnumarkaði vinna tæplega 39% á opinberum vinnumarkaði, en aðeins 14% karla. Það má því segja að opinberi vinnumarkaðurinn sé vinnumarkaður kvenna en þær eru um 71% þeirra sem þar starfa. Á almenna markaðnum eru karlar í meirihluta eða sem nemur tæplega 62%. Afleiðingar kynskipts vinnumarkaðar Rannsókn Félagsvísindastofnunar frá 2022 sýndi mikinn mun á vinnuaðstæðum kvenna og karla, en álag í starfi er að jafnaði meira á konur en karla og meira ef um kvennastörf er að ræða. Þær eru líklegri til að þurfa að kljást við erfiða viðskiptavini, þjónustunotendur og nemendur í starfi sínu og að vera í tilfinningalega erfiðum aðstæðum. Þetta á sérstaklega við um ófaglærða í umönnun, háskólamenntaða sérfræðinga í kennslu og uppeldisfræði og ýmsa sérfræðinga í heilbrigðisvísindum. Einnig eru konur líklegri en karlar til að hafa of mikið að gera í vinnunni og þurfa að vinna á miklum hraða. Afleiðingarnar eru m.a. þær að konur í kvennastéttum eru líklegri en karlar í karlastéttum til að vera fjarverandi frá vinnu vegna veikinda í tvo mánuði eða lengur. Í rannsókn á launamun karla og kvenna sem Hagstofan birti 2021 er niðurstaðan sú að þann kynbundna launamun sem til staðar er megi að miklu leyti rekja til kynskiptingar bæði atvinnugreina og starfsstétta vinnumarkaðarins. Laun séu að jafnaði lægri í þeim greinum þar sem konur eru í meirihluta. Kynskiptur vinnumarkaður hefur neikvæð áhrif á starfsaðstæður og laun kvenna. Til að bæta stöðu og kjör kvenna á vinnumarkaði er nauðsynlegt að endurmeta virði kvennastarfa svo að mikilvægi þeirra endurspeglist í launum. Einnig þarf sérstakt átak til að bæta starfsumhverfi kvennastétta til að draga úr álagi svo konur gjaldi ekki fyrir slæmar starfsaðstæður með heilsu sinni. Sigríður Ingibjörg er hagfræðingur BSRB og Steinunn er hagfræðingur hjá ASÍ.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun