Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 11:08 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, missti þolinmæðina í stærsta ræðupúlti landsins í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu. Og hreytti ókvæðisorðum að Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hana út í styrkjamálið. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira