Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 11:08 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, missti þolinmæðina í stærsta ræðupúlti landsins í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu. Og hreytti ókvæðisorðum að Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hana út í styrkjamálið. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira