Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Kolbeinn Tumi Daðason og Telma Tómasson skrifa 19. febrúar 2025 14:53 Þorramaturinn nýtur mikilla vinsælda ár hvert. Wikipedia Commons Rófustappa á þorrablóti á Brúarási í Jökulsárhlíð norður af Egilsstöðum olli því að fleiri tugir gesta sýktust og fengu snarpan niðurgang. Ljóst er að eitthvað fór úrskeiðis við meðferð stöppunnar en ekki ljóst hvað. Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi. Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira
Þorrablótið fór fram á laugardagskvöld og var vel sótt en á þriðja hundrað manns skemmtu sér konunglega. Ekki bar á neinum veikindum fyrr en um hálfum sólarhring síðar. Snarpur niðurgangur á sunnudagsmorgni. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir að 75 gestir blótsins hafi tilkynnt um veikindi sín til landlæknis. Einkennin hafi verið samhljóðandi. Snarpur niðurgangur, tíu til tólf tímum eftir neyslu sem hafi gengið tiltölulega hratt yfir. „Niðurstöður úr sýnatöku á rófustöppunni sýndu fram á mikinn bakteríuvöxt,“ segir Lára. Súrmetið sem slíkt hafi því ekki verið orsakavaldur heldur rófustappan. Það liggi ljóst fyrir. „Sjúkdómseinkennin og tímalengd hjá þeim sem tilkynntu veikindin passa mjög vel við fræðin fyrir þessar bakteríur og þá sýkingu sem þær valda.“ Hún segir engin eftirmál verða af hópsýkingunni. Farið hafi verið yfir málið með þorrablótsnefndinni og veitingaaðilanum. Þau hafi ekki komið auga á neitt óeðlilegt. „Aðstæður voru mjög góðar, bæði til upphitunar á matvælum og kælingu. Það var ekkert sem við gerðum athugasemdir við sem við sáum að mætti betur fara. En það er augljóst að það var eitthvað sem fór úrskeiðis við annaðhvort kælingu eða upphitun á matvælunum, því öðruvísi fer þetta ekki svona,“ segir Lára. Rófustappan leyni á sér. „Þessar bakteríur sem greindust eru jarðvegsbakteríur. Bakteríur sem finnst í umhverfinu hjá okkur svokallaðar grómyndandi bakteríur. Bakteríugróin þola hátt hitastig þ.a. þau drepast ekki endilega við suðu. Þess vegna skiptir svo miklu máli að kæla matvælin hratt eftir suðu og halda þeim síðan við rétt hitastig, bæði þegar búið er að kæla og þegar þau eru hituð upp aftur.“ Alveg ljóst sé að eitthvað hafi klikkað. Öðruvísi verði ekki úr jafnútbreidd sýking. Þó hafi einhverjir skellt í sig rófustöppunni og ekki fundið fyrir neinu. „Við höfum heyrt um fólk sem að neytti rófustöppunnar og kenndi sér einskis meins.“ Um er að ræða þriðja þorrablótið hér á landi þar sem gestir veiktust eftir neyslu matar. Hin tvö voru á Suðurlandi um mánaðamótin í Borg á Grímsnesi og í Ölfusi.
Múlaþing Heilbrigðiseftirlit Matvælaframleiðsla Þorrablót Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Sjá meira