Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 23:26 Jón hefur reynt að tileinka sér fatavenjur alþingismanna en reynst það erfitt. Vísir/Vilhelm Skrautlegur klæðaburður Jóns Gnarr hefur oft vakið athygli og rifjast í því samhengi upp bleiku jakkafötin sem hann klæddist í borgarstjóratíð sinni. Honum leiðist þó tilgerð og svo virðist sem í dag hafi þau náð hámarki sínu að hans mati þegar átti að meina honum aðgang að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón. Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segist hann hafa reynt að tileinka sér snyrtimennsku í klæðaburði síðan hann sór drengskaparheitin en að honum leiðist afskaplega snobb og tilgerð og því hafi það reynst hægar sagt en gert. Í þingmannshlutverki og einnig í framboði hans til forseta hefur því meira borið á fínum tvídjakkafötum úr smiðju Kormáks og Skjaldar sem eru frekar í jarðlitum. Þó fylgir hann ekki alltaf hinum óskrifuðu reglum jakkafatanna. Hann er oft með skrautleg bindi eða bara ekki með bindi og þá með skyrtuna hneppta niður í vestið. „Í dag gerði ég breytingu á og kom í gallabuxum. Manneskja reyndi að stöðva mig með þeim orðum að ég mætti ekki ganga í þingsal í gallabuxum,“ segir Jón. Hann segir sér hafa brugðið en að hann hafi í stað þess að hlaupa heim og skipta um föt gengið rösklega til sætis og sest. Þá hafi hann komið auga á aðra gallabuxnaklædda þingmenn og honum hafi létt við það. „En þegar leið á fundinn fékk ég skilaboð frá þingflokksformanni að ónefndur þingmaður hefði kvartað yfir því að ég væri í gallabuxum,“ segir Jón. Ljóst er að honum þyki ekki mikið koma til þessara tilburða þessa ónefnda þingmanns og svo virðist sem að honum hafi strax dottið leið í hug til að klekkja á honum. „Kannski ég mæti einn daginn í Obi Wan Kenobi búningnum mínum? Hann er mjög snyrtilegur og líka töff og er þar að auki Íslenskt handverk,“ segir Jón.
Tíska og hönnun Alþingi Viðreisn Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira