Drög að málefnasamningi liggi fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 18:31 Fimm oddvitar vinstri flokka í borginni hafa lokið við drög að málefnasamningi. Þær hyggjast kynna hann fyrir grasrót og íbúum á næstunni. Vísir/Vilhelm Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Sósíalista, Flokks fólksins og Pírata héldu áfram fimmta daginn í röð í dag. Heiða B. Hilmisdóttir oddviti Samfylkingar segir drög að málefnasamningi liggja fyrir. „Við erum búnar að fara í gegnum alla málaflokka og erum komin með drög að sáttmála sem við erum aðeins að fínpússa. Við leggjum hann svo undir okkar félaga og göngum frá. Ég tel að það sé ekki langt í að við getum kynnt þetta fyrir íbúum,“ segir Heiða. Heiða segir að stærstu málin séu húsnæðismál, leikskólamál og fjármál. Ekkert hafi verið litið til málefnasamnings sem gerður var í síðasta meirihluta. „Við verðum með nýjungar í húsnæðismálum sem ég vona að íbúar taki vel. Þá erum við með margar aðgerðir á döfinni,“ segir Heiða. Hún segir að ekki sé búið að ákveða hver verði næsti borgarstjóri en þær hafi ákveðið að ljúka málefnastarfinu áður. Ræða framtíð Reykjarvíkurflugvallar Borgarstjórnarfundur verður haldinn á morgun en oddvitar meirihlutans hafa óskað eftir því að það verði bjöllufundur sem hefur í för með sér að fundinum verður frestað. Það er því afar ólíklegt að það fari fram umræður um eitthvað af þeim næstum tuttugu tillögum sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fyrir fundinn. Þar á meðal að Reykjavíkurflugvöllur verði festur í sessi til ársins 2040. Heiða segir að flugvöllurinn hafi verið ræddur í meirihlutaviðræðunum. Við höfum auðvitað rætt Reykjavíkurflugvöll, hann er inn í aðalskipulagi til ársins 2032. Við munum ræða við samgönguráðherra um framtíð hans,“ segir Heiða. Hún býst við að þar næsti borgarstjórnarfundur verði í vikunni. „Við munum óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni,“ segir Heiða.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Píratar Flokkur fólksins Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Sjá meira