Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Jón Þór Stefánsson skrifar 17. febrúar 2025 16:55 Málið varðar stunguárás á Skúlagötu í Reykjavík á Menningarnótt. Vísir Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem er frá því í lok ágústmánaðar, nokkrum dögum eftir að þrjú ungmenni, sem voru stödd inni í bíl við Skúlagötu í Reykjavík, voru stunginn kvöldið 24. ágúst. Þegar umræddur úrskurður var gefin út var Bryndís Klara Birgisdóttir, sem var stungin umrætt kvöld, enn á lífi. En hún lést af sárum sínum nokkrum dögum seinna. Fjallað var ítarlega um má Bryndísar Klöru í Kompás á dögunum. Þáttinn má finna hér fyrir neðan. Sporhundar vísuðu veginn Í úrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi handtekið drenginn á heimili hans skömmu eftir að málið kom upp. Notast hafi verið við sporhunda sem hafi rakið slóð drengsins frá vettvangi heim til hans. Daginn eftir hafi verið tekin skýrsla af drengnum sem sagðist muna lítið eftir kvöldinu. Hann hafi viljað ræða við dreng, einn þeirra sem var í bílnum umrætt kvöld, á bílastæðinu. Þar á eftir muni hann eftir sjálfum sér að ganga heim. Þegar heim var komið hafi hann farið að gráta og vitað að hann hefði gert eitthvað slæmt. Í annarri skýrslutöku sem var tekin tveimur dögum seinna neitaði hann að miklu leyti að tjá sig. Hann sagðist þó aftur hafa viljað tala við einhverja þá sem voru í bílnum, en hann sagðist þekkja þá vegna „fyrri hótana“. Þá hafi hann orðið reiður við að sjá stúlku með þeim. Í Kompás á dögunum kom fram að hann væri fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hefði fylgst með ferðum hennar í gegnum staðsetningarapp að bílnum. Síðan hafi hann bankað á bílrúðuna og sagst vilja ræða við hana. Svo hafi hann brotið rúðuna þegar því var neitað. Í kjölfarið hafi stunguárásin átt sér stað. Greindi foreldrum sínum frá árásinni Þá segir í úrskurðinum að fyrir liggi myndbandsupptaka úr öryggismyndavél á heimili drengsins þar sem hann sjáist og heyrist greina foreldrum sínum frá árásinni. Í Kompás sagði um þessa upptöku að þar hefði hann játað að stinga ungmennin þrjú. Seinna hafi hann síðan játað það hjá lögreglu. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að á heimilinu hafi fundist hnífur með mögulegu blóði í uppþvottavél. Sá hnífur mun þó síðar hafa verið útilokaður sem árásarvopnið. Í þætti Kómpáss var greint frá því að forráðamenn drengsins hefðu verið handteknir og grunaðir um að koma sönnunargögnum undan. Þau hafi komið drengnum í sturtu, sett fötin hans í þvottavél og falið hnífinn, en lögreglan fann hann í bakpoka í skotti á bíl þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06 Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29 Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem er frá því í lok ágústmánaðar, nokkrum dögum eftir að þrjú ungmenni, sem voru stödd inni í bíl við Skúlagötu í Reykjavík, voru stunginn kvöldið 24. ágúst. Þegar umræddur úrskurður var gefin út var Bryndís Klara Birgisdóttir, sem var stungin umrætt kvöld, enn á lífi. En hún lést af sárum sínum nokkrum dögum seinna. Fjallað var ítarlega um má Bryndísar Klöru í Kompás á dögunum. Þáttinn má finna hér fyrir neðan. Sporhundar vísuðu veginn Í úrskurðinum kemur fram að lögreglan hafi handtekið drenginn á heimili hans skömmu eftir að málið kom upp. Notast hafi verið við sporhunda sem hafi rakið slóð drengsins frá vettvangi heim til hans. Daginn eftir hafi verið tekin skýrsla af drengnum sem sagðist muna lítið eftir kvöldinu. Hann hafi viljað ræða við dreng, einn þeirra sem var í bílnum umrætt kvöld, á bílastæðinu. Þar á eftir muni hann eftir sjálfum sér að ganga heim. Þegar heim var komið hafi hann farið að gráta og vitað að hann hefði gert eitthvað slæmt. Í annarri skýrslutöku sem var tekin tveimur dögum seinna neitaði hann að miklu leyti að tjá sig. Hann sagðist þó aftur hafa viljað tala við einhverja þá sem voru í bílnum, en hann sagðist þekkja þá vegna „fyrri hótana“. Þá hafi hann orðið reiður við að sjá stúlku með þeim. Í Kompás á dögunum kom fram að hann væri fyrrverandi kærasti stúlkunnar. Hann hefði fylgst með ferðum hennar í gegnum staðsetningarapp að bílnum. Síðan hafi hann bankað á bílrúðuna og sagst vilja ræða við hana. Svo hafi hann brotið rúðuna þegar því var neitað. Í kjölfarið hafi stunguárásin átt sér stað. Greindi foreldrum sínum frá árásinni Þá segir í úrskurðinum að fyrir liggi myndbandsupptaka úr öryggismyndavél á heimili drengsins þar sem hann sjáist og heyrist greina foreldrum sínum frá árásinni. Í Kompás sagði um þessa upptöku að þar hefði hann játað að stinga ungmennin þrjú. Seinna hafi hann síðan játað það hjá lögreglu. Jafnframt kemur fram í úrskurðinum að á heimilinu hafi fundist hnífur með mögulegu blóði í uppþvottavél. Sá hnífur mun þó síðar hafa verið útilokaður sem árásarvopnið. Í þætti Kómpáss var greint frá því að forráðamenn drengsins hefðu verið handteknir og grunaðir um að koma sönnunargögnum undan. Þau hafi komið drengnum í sturtu, sett fötin hans í þvottavél og falið hnífinn, en lögreglan fann hann í bakpoka í skotti á bíl þeirra. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða.
Stunguárás við Skúlagötu Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06 Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29 Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00 Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Sjá meira
Kærastinn fær áheyrn í Menningarnæturmálinu Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað. 9. desember 2024 17:06
Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið sautján ára stúlku til bana á Menningarnótt hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. 28. nóvember 2024 17:29
Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Vopnaburður ungmenna hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða segir dómsmálaráðherra. Hnífaárásir megi ekki verða hluti af íslenskum veruleika og mikilvægt sé að efla geðheilbrigðisþjónustu. Undanþága frá refsingu vegna hylmingar og undanskoti sönnunargagna verði skoðuð. 11. febrúar 2025 19:00