Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 13:59 Axel Sigurðsson hefur ekki setið auðum höndum í dag en hann var í óða önn við að undirbúa opnun Bláhornsins þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. Axel og fjölskylda hans tóku við lyklunum af fyrri eigendum verslunarinnar í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. „Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár. Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
„Við erum búin að vera með Pétursbúð í fjögur ár og það hefur bara gengið mjög vel og þetta eiginlega bara datt upp í hendurnar á okkur,” segir Axel Sigurðsson, einn nýju eigendanna í samtali við Vísi en hann annast reksturinn ásamt fjórum öðrum úr fjölskyldunni. Þau taka við rekstrinum af Víði Jónassyni sem keypti Bláhornið sumarið 2023 en verslunin hefur verið rekin á horni Grundarstígs og Skálholtsstígs í Reykjavík frá árinu 1916. Axel var í óða önn við að þrífa, gera og græja þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag enda stefnt að því að opna verslunina klukkan fjögur í dag. Stefnan er að haga rekstrinum með svipuðum hætti og Pétursbúð sem þýðir að viðskiptavinir geta orðið varir við einhverjar breytingar. Bláhornið stendur við Grundastíg 12 í Reykjavík en þar hefur verið rekinn söluturn í rúma öld.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé aðallega bara vöruúrval, við ætlum að troðfylla búðina af öllum helstu nauðsynjavörum. Egg og brauð og mjólk og með því,“ segir Axel. „Við höldum bara sama opnunartíma og sjáum hvernig það gengur.“ Hann kveðst hlakka til að opna dyrnar og taka á móti viðskiptavinum. „Við ætlum að reyna að gera það sem gengur vel í Pétursbúð. Vonandi taka nágrannarnir vel á móti okkur og koma með tillögur um hvað vantar í hverfið og hvað þau myndu vilja sjá. Bara kíkja í kaffi og tala við okkur,“ segir Axel. Áfengissala ekki á dagskrá Fyrri eigandi sagði í samtali við Vísi sumarið 2023 að það væri til skoðunar að hefja netsölu með áfengi, þar sem áfengi yrði sótt í Bláhornið. Hugsanleg sala á áfengi er hins vegar ekki á dagskrá eins og er hjá nýjum eigendum að sögn Axels. „Ekki á meðan það er ólöglegt,“ svarar Axel spurður hvort áfengissala sé í kortunum. Axel og fjölskylda hafa rekið Pétursbúð síðan 2021 en hjónin Björk Leifsdóttir og Baldvin Agnarsson auglýstu verslunina til sölu árið 2020 eftir að hafa rekið Pétursbúð í fimmtán ár.
Verslun Reykjavík Matvöruverslun Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira