Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2025 06:38 Trump segir að fjármununum sem varið sé til framleiðslu kjarnorkuvopna sé betur varið annars staðar. Getty/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. Þetta sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu í gær , þar sem hann harmaði gríðarlegan kostnað við þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna. „Það er engin ástæða fyrir okkur að vera að framleiða splunkuný kjarnorkuvopn. Við eigum svo mörg nú þegar,“ sagði forsetinn. „Þú gætir tortímt heiminum 50 sinnum, 100 sinnum. Og hér erum við að framleiða ný kjarnorkuvopn og þeir eru að framleiða ný kjarnorkuvopn.“ Trump sagði ríkin eiga það sameiginlegt að vera að eyða miklum fjárhæðum sem væri betur varið í annað. Hann sagðist telja að Kínverjar yrðu komnir á sama stað og Bandaríkjamenn og Rússar eftir fimm til sex ár en ef vopnunum yrði beitt myndi það augljóslega þýða gjöreyðingu. Forsetinn sagðist vilja hefja viðræður við ríkin tvö um leið og búið væri að finna lausnir í Mið-Austurlöndum og Úkraínu. Hann myndi vilja funda með forsetum Kína og Rússlands og finna leiðir til að draga úr útgjöldum til varnarmála. Þá sagðist Trump einnig vilja fá Rússa aftur inn í G7. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Kjarnorka Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira
Þetta sagði Trump við blaðamenn í Hvíta húsinu í gær , þar sem hann harmaði gríðarlegan kostnað við þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna. „Það er engin ástæða fyrir okkur að vera að framleiða splunkuný kjarnorkuvopn. Við eigum svo mörg nú þegar,“ sagði forsetinn. „Þú gætir tortímt heiminum 50 sinnum, 100 sinnum. Og hér erum við að framleiða ný kjarnorkuvopn og þeir eru að framleiða ný kjarnorkuvopn.“ Trump sagði ríkin eiga það sameiginlegt að vera að eyða miklum fjárhæðum sem væri betur varið í annað. Hann sagðist telja að Kínverjar yrðu komnir á sama stað og Bandaríkjamenn og Rússar eftir fimm til sex ár en ef vopnunum yrði beitt myndi það augljóslega þýða gjöreyðingu. Forsetinn sagðist vilja hefja viðræður við ríkin tvö um leið og búið væri að finna lausnir í Mið-Austurlöndum og Úkraínu. Hann myndi vilja funda með forsetum Kína og Rússlands og finna leiðir til að draga úr útgjöldum til varnarmála. Þá sagðist Trump einnig vilja fá Rússa aftur inn í G7.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Kjarnorka Hernaður Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Sjá meira