„Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2025 21:14 Eftirför vitnisins hófst við Smáralind og lauk við Grímsbæ. Vísir/Vilhelm Vitni sem elti uppi mann sem handtekinn var fyrir líkamsárás fyrr í dag segir manninn hafa barið konu sem var með manninum í bílnum, á meðan hann ók eins og brjálæðingur frá Smáralind upp á Bústaðaveg. Lögregla hafi lokað veginum til að hafa hendur í hári mannsins. Vitnið var með lögregluna í símanum alla bílferðina, svo hægt væri að stöðva manninn. Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717. Fyrr í dag var greint frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði handtekið mann grunaðan um líkamsárás, eftir að vitni að árásinni hefði elt gerandann uppi og komið lögreglu á spor hans. Vitnið sem um ræðir setti sig í samband við fréttastofu til að skýra nánar frá atburðum, en óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, öryggis síns vegna. „Tilkynnt um líkamsárás þar sem maður var að ráðast að konu. Gerandi fór síðan af vettvangi á bifreið en vitni að árásinni elti manninn og gat vísað lögreglu á hann. Maðurinn handtekinn vegna málsins,“ sagði í dagbókarfærslu lögreglu um málið. Ekki var þar að finna frekari upplýsingar. „Það er slatti sem vantar inn í þessa sögu,“ segir vitnið í samtali við fréttastofu. Meintur árásarmaður og þolandi hafi verið saman í bíl, sem sá fyrrnefndi hafi tekið stjórnina á. Allt útlit sé fyrir að um heimilisofbeldi hafi verið að ræða. „Ég er að keyra úr gagnstæðri átt og við fyrstu sýn lítur út eins og maðurinn sé að reyna að ræna bílnum. Þetta var mjög skrýtið, um miðjan dag fyrir framan Smáralind.“ Konan hafi verið við stýrið, en síðan hafi maðurinn, sem hafi verið farþegi í bílnum viljað taka stjórn bílsins. Hann hafi tekið sér stöðu utan við bílinn og byrjað að berja í hann. „Hann var með eitthvað í höndinni sem mér sýndist fyrst vera hnífur. Hann var klárlega að sveifla einhverju. Barefli, hníf eða síma.“ Hafi ekið eins og brjálæðingur Maðurinn hafi síðan keyrt í burtu frá Smáralind á meðan konan var enn í bílnum. Aksturslag hans hafi verið óreglulegt, ógætilegt og með þeim hætti að mikil heppni sé að hann hafi ekki lent utan í bílum annarra ökumanna. „Hann keyrir Reykjanesbrautina, beygir upp af Sprengisandi og upp Bústaðaveginn. Við Bústaðakirkju hendir hann henni út úr bílnum. Svo er hann handtekinn framan við Grímsbæ,“ segir vitnið, sem elti bílinn og var með Neyðarlínuna í símanum alla leiðina. „Þá gat lögreglan komið beggja megin Bústaðavegarins og lokað honum í nokkrar mínútur. Frábærlega unnið hjá þeim. Það eru komnir fimm bílar og eitt mótorhjól þegar allt er talið. Maðurinn er rifinn úr bílnum, handtekinn og komið inn í lögregubíl og bara í burtu.“ Vitnið segir að meðan maðurinn keyrði bílinn hafi hann á sama tíma verið að berja konuna ítrekað. „Hún er pottþétt slösuð. Mínar mestu áhyggjur, og ástæðan fyrir því að ég rýk ekki í hann, er að mér sýndist hann vera með hníf. Hann var með eitthvað. Ég ákvað bara að elta hann og ekki sleppa honum. Mér datt ekki til hugar að láta hann komast upp með þetta. Ég er bara með lögregluna í símanum allan tímann, og þeirra viðbrögð voru til fyrirmyndar,“ segir vitnið að lokum. Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Í þessari frétt er fjallað um heimilisofbeldi. Verðir þú fyrir heimilisofbeldi eða ef grunur vaknar um slíkt er bent á lögreglu í síma 112, Kvennaathvarfið í síma 561-1205 og hjálparsíma Rauða krossins í 1717.
Ertu með upplýsinga eða myndir sem tengjast efni fréttarinnar? Endilega sendu okkur á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Lögreglumál Heimilisofbeldi Kópavogur Reykjavík Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira