Undanþágubeiðninni ekki hafnað Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 13:24 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Beiðni flugfélagsins Norlandair um undanþágu til lendingar á austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar hefur ekki verið hafnað heldur vill Samgöngustofa skoða málið frekar áður en hún verður afgreidd. Flugrekstrarstjóri segir ástandið hvað varðar sjúkraflug vera orðið óásættanlegt. Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas. Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Austur-vesturflugbraut Reykjavíkurflugvallar er lokuð á meðan Reykjavíkurborg vinnur að því að fella tré í Öskjuhlíðinni sem skaga í hindrunarfleti fyrir aðflug. Norlandair og Miðstöð sjúkraflugs sóttu um undanþágu til Samgöngustofu frá lokuninni þegar sjúkraflug er í hæsta forgangsflokki. Samgöngustofa telur ekki unnt að afgreiða hana að svo komnu máli. Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair, segir það mikil vonbrigði. „Á meðan við getum notað norður-suðurbrautina er sjúkraflug alveg tryggt. En um leið og við lendum í degi eins og í gær þar sem voru virkilega krefjandi aðstæður fyrir flugmenn að koma inn á þá flugbraut í miklum hliðarvindi, þá er það erfitt. En auðvitað gerum við það sem getum til að halda þessari þjónustu uppi,“ segir Tómas. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að ekki sé forsvaranlegt að leggja sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólk í hættu í aðflugi. Það megi ekki gefa afslátt af flugöryggi. Stofnunin vinni áfram að lausn málsins og fundar nú með Norlandair vegna beiðninnar. „Við ætlum að fara yfir stöðuna almennt og sjá hvort það sé eitthvað hægt að gera. Og hvað við þurfum að gera til að komast þarna inn,“ segir Tómas. Hann segir ástandið óásættanlegt sem stendur. „Að annarri brautinni skuli vera lokað. Hún hefur verið notuð í hátt í þrjátíu prósent tilfella. Það segir sig sjálft að þetta er mjög bagaleg aðstaða. Í gær og í dag er stíf austanátt. Þetta er óásættanlegt með öllu,“ segir Tómas.
Fréttir af flugi Sjúkraflutningar Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira