Innlent

Sig­rún að­stoðar krydd­píurnar í borginni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigrún Einarsdóttir fjölmiðlafræðingur aðstoðar oddvita flokkanna fimm á meðan á meirihlutaviðræðunum stendur.
Sigrún Einarsdóttir fjölmiðlafræðingur aðstoðar oddvita flokkanna fimm á meðan á meirihlutaviðræðunum stendur. Samfylkingin

Sigrún Einarsdóttir, verkefna- og viðburðarstjóri hjá Samfylkingunni, hefur tekið að sér að aðstoða oddvita flokkanna fimm sem standa í meirihlutaviðræðum í Reykjavíkurborg.

Fram kemur í tilkynningu frá Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna í borginni, til fjölmiðla að næstu dagar verði undirlagður vinnu við myndun nýs meirihluta. Fjölmiðlar verði upplýstir um gang mála eins og henni vindi fram.

Oddvitar Vinstri grænna, Flokks fólksins, Pírata, Samfylkingarinnar og Sósíalistafólksins tilkynntu um formlegar viðræður þeirra á milli um myndun meirihluta í gær. Ekki er starfandi meirihluti í borginni eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutanum síðastliðið föstudagskvöld.

Líf segir að hópurinn, sem Líf hefur í gamni lagt til að heiti kryddpíurnar, hafi fengið til liðs við sig Sigrúnu Einarsdóttur sem aðstoðarkonu. Hennar hlutverk verði meðal annars að vera tengiliður við fjölmiðla.

Sigrún starfar sem verkefna- og viðburðarstjóra Samfylkingarinnar og hefur gert frá árinu 2020. Þar áður var hún verkefna- og þjónustustjóri hjá Norræna húsinu. Þá sá hún um stjórn verkefnisins Norðurlönd í fókus sem er hluti af samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og sá um miðlun á starfi nefndarinnar á Íslandi.

Sigrún starfaði í þrjú ár í sendiráði Íslands í Noregi og sinnti þar meðal annars borgaraþjónustu og öðrum verkefnum svo sem þýðingum og milligöngu forstöðumanna og ráðuneyta á Íslandi og í Noregi. Hún er fjölmiðlafræðingur og hefur numið menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×