„Ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. febrúar 2025 13:02 Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í stórum leik í kvöld. Jafnvel þeim stærsta sem íslenskt fótboltalið hefur spilað. vísir/Aron Öll áhersla Víkinga síðustu vikur og mánuði hefur verið á leik dagsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildar Evrópu. Allar æfingar og leikir hafa tekið mið af leikstíl gríska liðsins. Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen tók við keflinu af Arnari Gunnlaugssyni í vetur en eftir að Víkingar tryggðu sæti sitt í umspilinu hefur ekkert annað komist að en þessir leikir. Víkingur átti lengsta tímabil íslensks liðs í sögunni á síðasta ári og því tímabili í raun ekki enn lokið. Öll nálgun hafi tekið mið af andstæðingi dagsins. „Við ákváðum það eftir að við komum til baka úr þessu stutta fríi okkar, sem var sirka þrjár vikur, að við skildum setja allan fókusinn okkar á þennan leik. Allir æfingaleikirnir sem við spiluðum voru út frá þessum leik. Kerfin sem við vorum að prófa eru þau sem okkur þótti hentugast á móti þeim,“ segir Sölvi Geir. Aðallið félagsins fékk téð vetrarfrí og þeir sem yngri eru spiluðu fyrstu leiki Víkings í Reykjavíkurmótinu á meðan aðrir kláruðu fríið. Haft margar vikur til að stúdera Grikkina Á meðal þeirra leikmanna sem spiluðu þar var Stígur Diljan Þórðarson, sem gekk í raðir Víkings fyrir áramót, en fékk þó ekki leikheimild fyrr en eftir Reykjavíkurmótið. Umtalaðar voru sektir sem Víkingur tók á kassann til að Stígur gæti komist inn í hlutina, öðlast leikform og spilað með í Reykjavíkurmótinu. „Það er líka kannski ástæðan fyrir því að við notuðum ólöglegan leikmann í Reykjavíkurmótinu til að undirbúa okkur fyrir þetta verkefni. Við höfum haft góðan tíma til að fara yfir þetta. Það er kannski það jákvæða við okkar einvígi á móti Panathinaikos að við höfum haft margar vikur til að stúdera þá og gera okkur klára fyrir þennan leik. Kannski vegur upp á móti að við erum ekki í besta leikforminu,“ segir Sölvi Geir. Ekkert kvartað í erfiðum janúar Víkingar séu sannarlega ekki á sama stað og þegar síðustu Evrópuleikir fóru fram. Margir leikirnir í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar voru í miðri viku á milli mikilvægra leikja hér heima og þá gafst andrými á milli þeirra þegar leið á. Þó engin pása í líkingu við þá sem þeir hafa fengið síðustu vikur, á meðan Panathinaikos er á miðju tímabili. „Við erum ekki á sama stað og við vorum þegar við vorum að spila á móti LASK og Djugarden þessa síðustu leiki í Sambandsdeildinni en teljum okkur samt sem áður verið í góðu formi. Við höfum lent í hindrunum með veður og svoleiðis heima, það hefur ekki verið besta verðið í janúar, En ég verð að hrósa leikmönnum fyrir það hversu einbeittir þeir voru í gegnum allt þetta ferli að koma sér í gang. Þeir kvörtuðu ekki einu sinni yfir því sem bjátaði á og mér líður rosalega vel með hvar liðið er statt núna. Við erum bara fullir tilhlökkunar,“ segir Sölvi Geir. Víkingur og Panathinaikos mætast klukkan 17:45 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira