Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:32 Alþingiskosningar fóru fram 30. nóvember sl., nokkru áður en kjörtímabili lauk. Það kjörtímabil hófst með brambolti vegna framkvæmdar kosninga, aðallega í Norðvestur kjördæmi. Talning fór ekki fram eins og lög gera ráð fyrir, voru kjörseðlar endurtaldir í Borgarnesi og þá upphófst rúlletta þar sem þingmenn duttu ýmist inn eða út af þingi. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á það að við kjósum þingmenn af listum flokka og það eru þingmennirnir sjálfir sem eru í framboði og þeir persónulega hljóta sæti á Alþingi eftir kosningar. Því er það ekki svo að það skipti ekki máli hvernig þetta fer ef sætin flakka á milli sömu flokka því þingmenn hljóta sætin. Meirihlutinn á Alþingi blessaði svo framkvæmd kosninganna, og kjörgengi þeirra þingmanna sem komust inn við endurtalningu, enda skal Alþingi sjálft, skv. 46. gr. stjórnarskrár og 48. gr. kosningalaga, skera úr um kjörgengi nýkjörinna þingmanna, lögmæti framboðs og framkvæmdar og undirbúning kosninga. Þannig var það árið 2021 og aftur núna eftir kosningarnar 2024. Mannréttindadómstóll Evrópu Vegna misbresta við framkvæmd Alþingiskosninga árið 2021 leituðu tveir þeirra sem féllu út við aðra talningu í Borgarnesi til Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, til að spyrja þann mæta dómstól álits á lögmæti kosninganna og þeirrar aðferðar sem við búum við þ.e. aðkomu alþingismanna sjálfra. Kveðinn var upp dómur í apríl 2024 og var niðurstaðan ótvíræð og í samræmi við fyrri dómaframkvæmd MDE. Það er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu að haga málum á þá leið að Alþingismenn ákveði sjálfir hvort kosningar séu lögmætar. Um er að ræða alvarlegan galla á lýðræðiskerfi okkar sem við verðum að bregðast við. Brást þáv. forsætisráðherra við með því að segja að „við hefðum ágætis tíma til að vinna úr þessu”. Dómar deildar MDE verða gildir um leið og málsaðilar lýsa yfir að þeir muni ekki óska þess að dómnum verði vísað til yfirdeildar eða ella þremur mánuðum frá dagsetningu dóms og hafa stjórnvöld sex mánuði til að greina frá hvernig brugðist var/verður við ágöllum. Skemmst er frá því að segja að ekki hefur borið á viðbrögðum stjórnvalda við skýrri niðurstöðu dómstólsins. Framkvæmd kosninga 2024 Við kosningarnar þann 30. nóvember 2024 urðu aftur ágallar á framkvæmd kosninganna, sambærilegir þeim sem urðu árið 2021. Við framkvæmdina varð þeim stjórnvöldum, sem með kosningalögum er falið að taka á móti atkvæðum og koma þeim til skila, á mistök sem fyrir liggur að gátu haft áhrif á kjör þingmanna til Alþingis. Samkvæmt umsögn Landskjörstjórnar voru ótalin 25 utankjörfundaratkvæði úr Kópavogi, 6 frá Mosfellsbæ og 11 frá Hafnarfirði sem bárust eftir að talningu lauk. Í öllum tilvikum var um að ræða atkvæði sem skilað hafði verið til þar til bærra stjórnvalda sem lögum samkvæmt skulu koma þeim til skila. Samtals voru þetta því 42 atkvæði í umræddu kjördæmi sem stjórnvöld skiluðu ekki í talningu. Síðar í desember bárust upplýsingar um að heill kjörkassi frá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sendur var til talningar í Norðausturkjördæmi, hafi ekki komist á leiðarenda. Ekki kemur fram í umsögn landskjörstjórnar hversu mörg atkvæði voru í kassanum, og má velta fyrir sér hvers vegna þau voru ekki talin svo sjá mætti hversu viðamikil áhrifin væru. Aftur var skipuð undirbúningsnefnd á Alþingi og síðar kjörbréfanefnd sem blessaði framkvæmdina og meirihluti Alþingis kaus með kjörgengi og framkvæmd kosninga sem tryggði þeim sæti á Alþingi. Þetta gerðist þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá apríl sl. enda hafa hvorki stjórnvöld né Alþingi gert reka að því að lagfæra lagabókstafinn og þar með framkvæmdina. Hreyfing fárra atkvæða hefur áhrif Til upprifjunar frá árinu 2021 þá hreyfði breyting á niðurstöðu eftir endurtalningu við úthlutun jöfnunarsæta. Í umsögn Landskjörstjórnar vegna kosninganna í nóvember 2024 kemur fram að þegar litið er til minnstu hreyfinga sem hefðu áhrif á úthlutun jöfnunarsætanna níu til stjórnmálasamtaka þyrftu fimm atkvæði að flytjast frá S-lista til D-lista á landsvísu til að breyta úthlutun jöfnunarsætis nr. 7. og að sama skapi þyrftu 59 atkvæði að flytjast frá D-lista til F-lista á landsvísu til að breyta úthlutun jöfnunarsætis nr. 8 svo dæmi séu tekin. Þegar litið er til minnstu hreyfinga sem hefðu áhrif á val kjördæmis fyrir jöfnunarsæti þá kemur fram að tvö atkvæði frá D-lista til einhvers annars lista í Reykjavíkurkjördæmi suður myndu breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 5 úr Reykjavíkurkjördæmi suður í Suðvesturkjördæmi og þrjú atkvæði til D-lista frá einhverjum öðrum lista í Suðvesturkjördæmi breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 5 úr Reykjavíkurkjördæmi suður í Suðvesturkjördæmi. Þá má geta þess að 33 atkvæði frá B-lista til einhvers annars lista í Suðurkjördæmi myndu breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 3 úr Suðurkjördæmi í Suðvesturkjördæmi. Af þessu tilefni má minna á það þegar formaður framsóknarflokksins datt óvænt inn á þing um hádegi á sunnudegi en þáv. heilbrigðisráðherra sama flokks datt út. Með öðrum orðum, það þurfti bara tvö, þrjú atkvæði frá einum flokki til annars til að hreyfa við jöfnunarþingmönnum sem nú hafa verið lýstir kjörnir fulltrúar á Alþingi. Afleiðingar þess að atkvæði „gleymast” Við skulum aftur fara til Norðausturkjördæmis þar sem atkvæði úr heilum kjörkassa komust ekki til skila milli þar til bærra stjórnvalda. Við fáum mögulega aldrei að vita hversu mörg atkvæðin voru í heilum kjörkassa sem „gleymdist” en við vitum það eitt að kjósendur sjálfir skiluðu þessum tilteknu atkvæðum á leiðarenda og voru þannig í góðri trú að stjórnvaldið sinnti sínu lögbundna hlutverki með fullnægjandi hætti. Þannig var það ekki lengur á ábyrgð kjósandans að mati höfundar, sem með réttu kom atkvæði sínu til skila, heldur stjórnvaldsins sem brást hlutverki sínu. Þegar fulltrúi Landskjörstjórnar kom fram eftir kosningar og tilkynnti að þetta væri á ábyrgð kjósandans sjálfs, skv. lögum, hvaða skilaboð var þá Landskjörstjórn og síðar Alþingi að senda landsmönnum og stjórnvöldum sem annast framkvæmd kosninga? Hvaða fordæmi er þarna verið að gefa? Vitað er að alla tíð hefur kjörkössum verið ekið, flogið og eftir atkvikum siglt frá kjördeildum á talningarstað. Með ákvörðun sinni hafa Landskjörstjórn og Alþingi Íslendinga nú gefið það út að ábyrgð þeirra stjórnvalda sem bera atkvæðin á milli er engin, heldur alfarið kjósandans sem skilaði atkvæði sínu á þar til bæran stað. Við höfum í raun sett það fordæmi að þeim einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa ef vitað er að sú kjördeild er höll undir einn eða annan flokk, frambjóðanda í einstaklingskjöri eða stefnu. Stjórnvaldið ber enga ábyrgð, atkvæði verða ekki talin aftur og kosningar ekki endurteknar. Alþingi verður að bregðast við Framkvæmd kosninga er spegilmynd hvers lýðræðisríkis. Stundum hefur verið gantast með það í ríkjum alræðis en ekki lýðræðis að það skipti ekki máli hvernig er kosið heldur hvernig er talið upp úr kjörkössunum. Þetta er alveg rétt og hefur höfundur orðið þess áskynja í kosningaeftirliti erlendis. Ef Alþingi Íslendinga ætlar ekki að skaða lýðræðislegar kosningar á Íslandi til frambúðar þá verður að taka alvarlega þær ábendingar Mannréttindadómstóls Evrópu frá síðasta ári og ekki síður þá augljósu handvömm sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á í síðustu tvennum alþingiskosningum. Með því að rýra tiltrú kjósenda á getu stjórnvalda til að standa með fullnægjandi hætti að framkvæmd kosninga má ætla að kosningaþátttaka minnki vegna vantrausts kjósenda. Það yrði verulega skaðlegt lýðræðinu og í framhaldinu almenningi á Íslandi. Höfundur er lögmaður og fv. þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fóru fram 30. nóvember sl., nokkru áður en kjörtímabili lauk. Það kjörtímabil hófst með brambolti vegna framkvæmdar kosninga, aðallega í Norðvestur kjördæmi. Talning fór ekki fram eins og lög gera ráð fyrir, voru kjörseðlar endurtaldir í Borgarnesi og þá upphófst rúlletta þar sem þingmenn duttu ýmist inn eða út af þingi. Áður en lengra er haldið er rétt að minna á það að við kjósum þingmenn af listum flokka og það eru þingmennirnir sjálfir sem eru í framboði og þeir persónulega hljóta sæti á Alþingi eftir kosningar. Því er það ekki svo að það skipti ekki máli hvernig þetta fer ef sætin flakka á milli sömu flokka því þingmenn hljóta sætin. Meirihlutinn á Alþingi blessaði svo framkvæmd kosninganna, og kjörgengi þeirra þingmanna sem komust inn við endurtalningu, enda skal Alþingi sjálft, skv. 46. gr. stjórnarskrár og 48. gr. kosningalaga, skera úr um kjörgengi nýkjörinna þingmanna, lögmæti framboðs og framkvæmdar og undirbúning kosninga. Þannig var það árið 2021 og aftur núna eftir kosningarnar 2024. Mannréttindadómstóll Evrópu Vegna misbresta við framkvæmd Alþingiskosninga árið 2021 leituðu tveir þeirra sem féllu út við aðra talningu í Borgarnesi til Mannréttindadómstóls Evrópu, MDE, til að spyrja þann mæta dómstól álits á lögmæti kosninganna og þeirrar aðferðar sem við búum við þ.e. aðkomu alþingismanna sjálfra. Kveðinn var upp dómur í apríl 2024 og var niðurstaðan ótvíræð og í samræmi við fyrri dómaframkvæmd MDE. Það er brot á Mannréttindasáttmála Evrópu að haga málum á þá leið að Alþingismenn ákveði sjálfir hvort kosningar séu lögmætar. Um er að ræða alvarlegan galla á lýðræðiskerfi okkar sem við verðum að bregðast við. Brást þáv. forsætisráðherra við með því að segja að „við hefðum ágætis tíma til að vinna úr þessu”. Dómar deildar MDE verða gildir um leið og málsaðilar lýsa yfir að þeir muni ekki óska þess að dómnum verði vísað til yfirdeildar eða ella þremur mánuðum frá dagsetningu dóms og hafa stjórnvöld sex mánuði til að greina frá hvernig brugðist var/verður við ágöllum. Skemmst er frá því að segja að ekki hefur borið á viðbrögðum stjórnvalda við skýrri niðurstöðu dómstólsins. Framkvæmd kosninga 2024 Við kosningarnar þann 30. nóvember 2024 urðu aftur ágallar á framkvæmd kosninganna, sambærilegir þeim sem urðu árið 2021. Við framkvæmdina varð þeim stjórnvöldum, sem með kosningalögum er falið að taka á móti atkvæðum og koma þeim til skila, á mistök sem fyrir liggur að gátu haft áhrif á kjör þingmanna til Alþingis. Samkvæmt umsögn Landskjörstjórnar voru ótalin 25 utankjörfundaratkvæði úr Kópavogi, 6 frá Mosfellsbæ og 11 frá Hafnarfirði sem bárust eftir að talningu lauk. Í öllum tilvikum var um að ræða atkvæði sem skilað hafði verið til þar til bærra stjórnvalda sem lögum samkvæmt skulu koma þeim til skila. Samtals voru þetta því 42 atkvæði í umræddu kjördæmi sem stjórnvöld skiluðu ekki í talningu. Síðar í desember bárust upplýsingar um að heill kjörkassi frá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu, sem sendur var til talningar í Norðausturkjördæmi, hafi ekki komist á leiðarenda. Ekki kemur fram í umsögn landskjörstjórnar hversu mörg atkvæði voru í kassanum, og má velta fyrir sér hvers vegna þau voru ekki talin svo sjá mætti hversu viðamikil áhrifin væru. Aftur var skipuð undirbúningsnefnd á Alþingi og síðar kjörbréfanefnd sem blessaði framkvæmdina og meirihluti Alþingis kaus með kjörgengi og framkvæmd kosninga sem tryggði þeim sæti á Alþingi. Þetta gerðist þrátt fyrir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá apríl sl. enda hafa hvorki stjórnvöld né Alþingi gert reka að því að lagfæra lagabókstafinn og þar með framkvæmdina. Hreyfing fárra atkvæða hefur áhrif Til upprifjunar frá árinu 2021 þá hreyfði breyting á niðurstöðu eftir endurtalningu við úthlutun jöfnunarsæta. Í umsögn Landskjörstjórnar vegna kosninganna í nóvember 2024 kemur fram að þegar litið er til minnstu hreyfinga sem hefðu áhrif á úthlutun jöfnunarsætanna níu til stjórnmálasamtaka þyrftu fimm atkvæði að flytjast frá S-lista til D-lista á landsvísu til að breyta úthlutun jöfnunarsætis nr. 7. og að sama skapi þyrftu 59 atkvæði að flytjast frá D-lista til F-lista á landsvísu til að breyta úthlutun jöfnunarsætis nr. 8 svo dæmi séu tekin. Þegar litið er til minnstu hreyfinga sem hefðu áhrif á val kjördæmis fyrir jöfnunarsæti þá kemur fram að tvö atkvæði frá D-lista til einhvers annars lista í Reykjavíkurkjördæmi suður myndu breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 5 úr Reykjavíkurkjördæmi suður í Suðvesturkjördæmi og þrjú atkvæði til D-lista frá einhverjum öðrum lista í Suðvesturkjördæmi breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 5 úr Reykjavíkurkjördæmi suður í Suðvesturkjördæmi. Þá má geta þess að 33 atkvæði frá B-lista til einhvers annars lista í Suðurkjördæmi myndu breyta vali kjördæmis fyrir jöfnunarsæti nr. 3 úr Suðurkjördæmi í Suðvesturkjördæmi. Af þessu tilefni má minna á það þegar formaður framsóknarflokksins datt óvænt inn á þing um hádegi á sunnudegi en þáv. heilbrigðisráðherra sama flokks datt út. Með öðrum orðum, það þurfti bara tvö, þrjú atkvæði frá einum flokki til annars til að hreyfa við jöfnunarþingmönnum sem nú hafa verið lýstir kjörnir fulltrúar á Alþingi. Afleiðingar þess að atkvæði „gleymast” Við skulum aftur fara til Norðausturkjördæmis þar sem atkvæði úr heilum kjörkassa komust ekki til skila milli þar til bærra stjórnvalda. Við fáum mögulega aldrei að vita hversu mörg atkvæðin voru í heilum kjörkassa sem „gleymdist” en við vitum það eitt að kjósendur sjálfir skiluðu þessum tilteknu atkvæðum á leiðarenda og voru þannig í góðri trú að stjórnvaldið sinnti sínu lögbundna hlutverki með fullnægjandi hætti. Þannig var það ekki lengur á ábyrgð kjósandans að mati höfundar, sem með réttu kom atkvæði sínu til skila, heldur stjórnvaldsins sem brást hlutverki sínu. Þegar fulltrúi Landskjörstjórnar kom fram eftir kosningar og tilkynnti að þetta væri á ábyrgð kjósandans sjálfs, skv. lögum, hvaða skilaboð var þá Landskjörstjórn og síðar Alþingi að senda landsmönnum og stjórnvöldum sem annast framkvæmd kosninga? Hvaða fordæmi er þarna verið að gefa? Vitað er að alla tíð hefur kjörkössum verið ekið, flogið og eftir atkvikum siglt frá kjördeildum á talningarstað. Með ákvörðun sinni hafa Landskjörstjórn og Alþingi Íslendinga nú gefið það út að ábyrgð þeirra stjórnvalda sem bera atkvæðin á milli er engin, heldur alfarið kjósandans sem skilaði atkvæði sínu á þar til bæran stað. Við höfum í raun sett það fordæmi að þeim einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa ef vitað er að sú kjördeild er höll undir einn eða annan flokk, frambjóðanda í einstaklingskjöri eða stefnu. Stjórnvaldið ber enga ábyrgð, atkvæði verða ekki talin aftur og kosningar ekki endurteknar. Alþingi verður að bregðast við Framkvæmd kosninga er spegilmynd hvers lýðræðisríkis. Stundum hefur verið gantast með það í ríkjum alræðis en ekki lýðræðis að það skipti ekki máli hvernig er kosið heldur hvernig er talið upp úr kjörkössunum. Þetta er alveg rétt og hefur höfundur orðið þess áskynja í kosningaeftirliti erlendis. Ef Alþingi Íslendinga ætlar ekki að skaða lýðræðislegar kosningar á Íslandi til frambúðar þá verður að taka alvarlega þær ábendingar Mannréttindadómstóls Evrópu frá síðasta ári og ekki síður þá augljósu handvömm sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á í síðustu tvennum alþingiskosningum. Með því að rýra tiltrú kjósenda á getu stjórnvalda til að standa með fullnægjandi hætti að framkvæmd kosninga má ætla að kosningaþátttaka minnki vegna vantrausts kjósenda. Það yrði verulega skaðlegt lýðræðinu og í framhaldinu almenningi á Íslandi. Höfundur er lögmaður og fv. þingmaður.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun