Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:37 West sagðist bæði elska konuna sína og drottna yfir henni. Þá viðurkenndi hann að hafa gengið í skrokk á konu. Getty/Ye á X Tónlistarmaðurinn Kanye West, eða Ye eins og hann hefur einnig kallað sig, hefur lokað eða eytt aðgangi sínum á X/Twitter eftir að hafa farið hamförum á miðlinum um helgina. Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu. X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Það má segja að lokasprettur West hafi hafist í síðustu viku, eftir að hann greip til varna fyrir eiginkonu sína Biöncu Censori, sem var harðlega gagnrýnd fyrir að mæta svo til nakin á rauða dregilinn fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. Þá hvatti hann einnig Donald Trump Bandaríkjaforseta til að frelsa Sean „Puffy“ Combs, sem er grunaður um kynferðisbrot og skipulagða glæpastarfsemi. Sjá einnig: Segist vera nasisti sem elskar Hitler Á föstudaginn fór Ye svo á flug og sagði sig meðal annars vera nasista og elska Hitler. Go to bed @kanyewest you monumental dickhead.— Piers Morgan (@piersmorgan) February 7, 2025 Fjöldi fólks, meðal annarra David Schwimmer og Piers Morgan, biðluðu til Elon Musk, eiganda X, um að loka á aðgang West og Morgan gekk svo langt að tagga West í færslu þar sem hann kallaði hann stórkostlegan fávita og skipaði honum í rúmið. Musk brást við með því að hætta að fylgja West og þá var viðvörun sett á aðgang hans, þess efnis að þar væri að finna óviðurkvæðilegt efni. West fór mikinn áður en yfir lauk, ekki síst gegn gyðingum. Sagði hann meðal annars að þeir hefðu verið betri sem þrælar í Egyptalandi og þá birti hann mynd af hvítum stuttermabol með hakakrossi á, sem hann sagðist lengi hafa langað að framleiða og selja. Hann hraunaði einnig yfir Taylor Swift á meðan Ofurskálinni stóð og greiddi fúlgur fjár fyrir furðulega auglýsingu sem hann tók upp á símann sinn í tannlæknastólnum. View this post on Instagram A post shared by David Schwimmer (@_schwim_) „Ég ætla að logga mig út af Twitter,“ sagði rapparinn að lokum. „Ég kann að meta að Elon hafi leyft mér að fá útrás. Það hefur verið mjög frelsandi að nota umheiminn fyrir endurgjöf. Þetta var eins og Ayahuasca-tripp. Elska öll ykkar sem gáfuð mér orku ykkar og athygli. Þar til við tengjumst aftur. Gott kvöld og góða nótt.“ Þar sem allt efni hefur verið tekið út, eða því eytt, er erfitt að hafa uppi á öllum færslum rapparans frá því um helgina en ef marka má erlenda miðla þá virtist honum mikið í mun að koma því til skila að hann væri með fullu viti og sæi ekki eftir neinu af því sem hann hefði sent frá sér. West hafði áður greint frá því að hann teldi nú líklegt að hann hefði verið ranglega greindur með geðhvarfasýki og að einkenni hans mætti frekar rekja til einhverfu.
X (Twitter) Mál Kanye West Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira