Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 23:46 Trump sagði fréttamanni frá fyrirhuguðum tollum um borð í forsetaflugvélinni. Í sömu flugferð skrifaði hann undir plagg sem kvað á um að 9. febrúar yrði framvegis „dagur Ameríkuflóans.“ Trump hefur breytt, eða sagst vilja breyta, nafni Mexíkóflóa í Ameríkuflóa. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla leggja 25 prósenta toll á allan innflutning á stáli og áli strax á morgun. Þá muni hann einnig leggja gagnkvæma tolla á öll ríki sem hafa lagt tolla á bandarískan útflutning. Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur. Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Trump sagði þetta við fréttamenn er hann var um borð í forsetaflugvélinni Air Force One á leið á Ofurskálina. Samkvæmt BBC á hann að hafa sagt að tollarnir muni eiga við um „allt stál“ og ál sem flutt er inn til Bandaríkjanna. Þeir eigi að taka gildi strax á mánudaginn. Þá muni gagnkvæmu tollarnir taka gildi á þriðjudaginn eða miðvikudaginn. „Þetta er einfalt, ef þau rukka okkur, þá rukkum við þau. Þetta verður frábært fyrir alla, líka hin löndin,“ sagði Trump. Hætti við tolla á Mexíkó og Kanada Donald Trump hótaði fyrir rúmlega viku að leggja 25 prósenta toll á allar vorur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósenta toll á vörur frá Kína. Tollunum gegn Mexíkó og Kanada var frestað eftir að leiðtogar ríkjanna lofuðu að stórefla landamæragæslu sína með það að markmiði að draga úr flæði fentaníls og fólks yfir landamærin. Árið 2018 lagði ríkisstjórn Trumps í Bandaríkjunum 25 prósent toll á allan stálinnflutning og 10 prósent á allan álinnflutning frá Kanada, Mexíkó og Evrópusambandinu. Samkomulag náðist rúmu ári síðar um að afnema tollana gegn Mexíkó og Kanada, en þá voru gerðir viðskiptasamningar milli landanna þriggja, USMCA samkomulagið. BBC. Íslenskt ál fer að langmestu til Evrópu Í nýrri greiningu sem Samtök Iðnaðarins fóru fyrir kom fram að frá Íslandi hefðu verið fluttar út iðnaðarvörur til Bandaríkjanna og ESB fyrir um 422 milljarða króna árið 2023 samkvæmt upplýsingum frá Íslandsstofu og Hagstofu Íslands. Þá hafi vöruútflutningur iðnaðarvara til ESB numið 382 milljörðum króna, eða rétt um 91 prósenti. Þar af hafi um 300 milljarðar samanstaðið af álútflutningi. „Allt ál sem að framleitt er hér á landi fer til Evrópu meira og minna,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins. Verðmæti iðnaðarvara sem fluttar voru frá Íslandi til Bandaríkjanna numu um 40 milljörðum árið 2023, og þar var hugverkaiðnaður í aðalhlutverki. „Við erum að sjá það til dæmis að lækningavörur og tæki er það sem við flytjum mest af út til Bandaríkjanna þegar kemur að iðnaðarvörum. Síðan eru það matvæla-, drykkjar- og landbúnaðarvörur,“ segir Sigurður. Sigurður hefur sagt að mikilvægt sé fyrir Ísland að gæta hagsmuna sinna gagnvart bæði ESB og Bandaríkjunum, enda miklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan útflutning. Á vefsíðu Samtaka álframleiðanda á Íslandi er sagt frá því að allt ál sem framleitt er á Íslandi sé að uppistöðu flutt til Evrópusambandsins. Þá sé ál frá Norðuráli til að mynda selt til Rotterdam og þaðan fari það í dreifingu til annarra Evrópulanda. Það sé meðal annars notað í framleiðslu Mercedes Benz bíla, og íhluti fyrir bíla eins og felgur.
Donald Trump Skattar og tollar Bandaríkin Áliðnaður Tengdar fréttir Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40 Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22 Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Hvað gengur Trump til með tollum? Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins. 3. febrúar 2025 11:40
Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Donald Trump Bandaríkjaforseti er enn staðráðinn í því að leggja aukna tolla á ríki Evrópusambandsins og jafnvel Bretland. Þetta segir hann munu gerast fyrr en síðar. 3. febrúar 2025 06:22
Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað. 3. febrúar 2025 22:05
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“