Útspil Flokks fólksins hafi komið „nokkuð á óvart“ Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 10:13 Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn segir meirihlutann ekki hafa hagrætt neinu nema sannleikanum. Stöð 2/Einar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir flókna stöðu nú komna upp í borginni eftir að meirihlutinn féll á föstudag. Hún segir útspil Flokks fólksins hafa komið sér á óvart en borgarfulltrúar þurfi nú að skoða aðra möguleika á meirihlutasamstarfi. Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn til að axla þá ábyrgð að mynda starfhæfan meirihluta. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokks og borgarstjóri sleit meirahlutasamstarfi á föstudag og gekk til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins tilkynnti svo um kvöldmatarleyti í gær að flokkurinn myndi ekki ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Staðan er í kjölfarið óljós. Fréttastofa reyndi ítrekað í gær að ná tali af Hildi og Einari en án árangurs. Hildur birti svo færslu í dag en Einar fór yfir stöðuna í Sprengisandi. Sjá einnig: Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki „Fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og því skammur tími til stefnu. Æskilegast væri að mynda meirihluta sem næði árangri og samstöðu um löngu tímabæra tiltekt í fjármálum borgarinnar, stórsókn í húsnæðisuppbyggingu og átak í leikskóla- og daggæslumálum. Þá mega skipulagskreddur ekki koma í veg fyrir skynsamlega nálgun í málefnum Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum borg sem virkar. Sem er „…einfaldari hversdag fyrir fjölskyldur, greiðari samgöngur fyrir fólk og fyrirtæki og kerfi sem hefur að markmiði að leggja fólki lið, en ekki leggja stein í götu þess. Auðvitað væri einfaldasta leiðin til að ná árangri með þessi mál að mynda meirihluta þeirra fjögurra flokka sem funduðu um helgina. Þar er augljós málefnalegur samhljómur og erfitt að sjá hvernig sambærilegum árangri yrði náð í öðru mynstri,“ segir Hildur. Dyr Sjálfstæðismanna enn opnar Hún segir ákall eftir bráðaaðgerðum í borginni og við slíkar aðstæður þurfi stjórnmálaflokkar að finna til ábyrgðar. „Hvergi hefur borið skugga á samstarf sjálfstæðismanna og Flokks fólksins í borgarstjórn, og kom útspil þeirra því nokkuð á óvart. Dyr okkar sjálfstæðismanna standa enn opnar en eðli máls samkvæmt þarf nú að skoða fleiri möguleika. Það eru mörg mynstur sem koma til greina og það væri óábyrgt af stærsta flokknum í borginni að útiloka nokkuð við þessar aðstæður – því stjórnlaust skip steytir að endingu á skeri,“ segir hún að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43 Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokks og borgarstjóri sleit meirahlutasamstarfi á föstudag og gekk til viðræðna við Sjálfstæðisflokk, Viðreisn og Flokk fólksins. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins tilkynnti svo um kvöldmatarleyti í gær að flokkurinn myndi ekki ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Staðan er í kjölfarið óljós. Fréttastofa reyndi ítrekað í gær að ná tali af Hildi og Einari en án árangurs. Hildur birti svo færslu í dag en Einar fór yfir stöðuna í Sprengisandi. Sjá einnig: Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki „Fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu og því skammur tími til stefnu. Æskilegast væri að mynda meirihluta sem næði árangri og samstöðu um löngu tímabæra tiltekt í fjármálum borgarinnar, stórsókn í húsnæðisuppbyggingu og átak í leikskóla- og daggæslumálum. Þá mega skipulagskreddur ekki koma í veg fyrir skynsamlega nálgun í málefnum Reykjavíkurflugvallar,“ segir Hildur í færslu á Facebook-síðu sinni í dag. Hún segir borgarfulltrúa skulda borgarbúum borg sem virkar. Sem er „…einfaldari hversdag fyrir fjölskyldur, greiðari samgöngur fyrir fólk og fyrirtæki og kerfi sem hefur að markmiði að leggja fólki lið, en ekki leggja stein í götu þess. Auðvitað væri einfaldasta leiðin til að ná árangri með þessi mál að mynda meirihluta þeirra fjögurra flokka sem funduðu um helgina. Þar er augljós málefnalegur samhljómur og erfitt að sjá hvernig sambærilegum árangri yrði náð í öðru mynstri,“ segir Hildur. Dyr Sjálfstæðismanna enn opnar Hún segir ákall eftir bráðaaðgerðum í borginni og við slíkar aðstæður þurfi stjórnmálaflokkar að finna til ábyrgðar. „Hvergi hefur borið skugga á samstarf sjálfstæðismanna og Flokks fólksins í borgarstjórn, og kom útspil þeirra því nokkuð á óvart. Dyr okkar sjálfstæðismanna standa enn opnar en eðli máls samkvæmt þarf nú að skoða fleiri möguleika. Það eru mörg mynstur sem koma til greina og það væri óábyrgt af stærsta flokknum í borginni að útiloka nokkuð við þessar aðstæður – því stjórnlaust skip steytir að endingu á skeri,“ segir hún að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Flokkur fólksins Reykjavík Tengdar fréttir Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43 Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36 „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27 Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Einar Þorsteins og Guðrún Hafsteins í Sprengisandi Einar Þorsteinsson borgarstjóri fráfarandi er fyrstur á dagskrá hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hvað gerðist bak við tjöldin í Reykjavík síðustu daga meirihlutans sem sprakk á föstudagskvöldið? 9. febrúar 2025 09:43
Líst vel á samstarf með Flokki fólksins Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að þrátt fyrir margs konar málefnalegan ágreining milli Flokks fólksins og Samfylkingarinnar sé ágætur samhljómur í til dæmis velferðarmálum og skólamálum. 8. febrúar 2025 20:36
„Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Píratar í borgarstjórn hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að nú sé tækifæri til að mynda öfluga umbótastjórn í Reykjavík undir forystu kvenna. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráði ekki ferðinni við myndun nýs meirihluta. 8. febrúar 2025 19:27
Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti oddvitum meirihlutans í borginni í gærkvöldi að hann ætlaði að sprengja samstarfið var fullkomlega óljóst hvort hann héldi velli sem borgarstjóri eða yrði dæmdur til starfa í minnihluta. Hann gaf flokknum sínum aftur á móti nauðsynlegt súrefni. 8. febrúar 2025 18:24