Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 13:52 Kristján Þórður Snæbjarnarson kom nýr inn á þing fyrir Samfylkinguna fyrr í vikunni. Þar er hann fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla. Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla.
Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02