Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 13:52 Kristján Þórður Snæbjarnarson kom nýr inn á þing fyrir Samfylkinguna fyrr í vikunni. Þar er hann fyrsti varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, er hættur sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hefur gegnt embættinu frá 2011. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla. Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kristjáns sem birtist um eittleytið. Hann hafi tilkynnt afsögn sína úr embætti formanns Rafiðnaðarsambands Íslands á miðstjórnarfundi sambandsins í dag. „Nú er komið að kaflaskilum hjá mér þar sem ég hef tekið sæti á Alþingi okkar Íslendinga. Þá er jafnframt komið að leiðarlokum sem formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Ég var kjörinn sem formaður RSÍ í lok apríl 2011 og hef verið í forystu sambandsins alla tíð síðan,“ segir í færslunni. Hann segist hafa tekið við góðu búi hjá RSÍ og verið lánssamur að vinna með fjölmörgum frábærum einstaklingum. Árangur hefði ekki náðst án allra þeirra sem setið hafa í miðstjórn og sambandsstjórn og þeirra þingfulltrúa sem hafa setið þing RSÍ. Dýrmætt að verða varaforseti ASÍ Kristján segir ýmsar áskoranir hafa komið upp á undanförnum fjórtán árum. Hann ætli ekki að telja öll þau verkefni upp en „að hafa verið treyst til þess að vera varaforseti Alþýðusambands Íslands var mér þó sérstaklega dýrmætt,“ segir hann. „Ég fór úr því að vera í neðsta sæti varaforseta og upp í það að sinna embætti forseta ASÍ á umrótatímum. Það er með miklu þakklæti sem ég skil við þessi skemmtilegu verkefni,“ segir Kristján í færslunni. Loks segir hann það vera mikinn heiður að fá að vera hluti af öflugum og samhentum ríkisstjórnarflokkum sem muni leiða jákvæðar breytingar samfélaginu til heilla.
Stéttarfélög Samfylkingin Tímamót Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Tengdar fréttir Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Framtíð Kristjáns Þórðar hjá RSÍ ræðst í janúar Kristján Þórður Snæbjarnarson, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík og formaður Rafiðnaðarsambands Íslands er kominn í leyfi frá störfum hjá sambandinu fram í janúar. Boðað verður til aukaþings eftir áramót þar sem framtíð Kristján hjá sambandinu skýrist. 6. desember 2024 14:02