Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2025 11:29 Dóra Björt Guðjónsdóttir er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Dóra og aðrir borgarfulltrúar fara fram á að Kópavogsbær fresti því að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg í september. Vísir/Arnar/Sorpa Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa farið fram á að Kópavogsbær fresti lokun endurvinnslustöðvarinnar á Dalvegi. Til stendur að loka stöðinni í september næstkomandi og segja borgarfulltrúarnir ljóst að álagið muni fyrir vikið aukast á endurvinnslustöðvum í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans. Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta kom fram á fundi umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur í gær þar sem fulltrúi Sorpu mætti til að fara yfir breytingar á endurvinnslustöðvum og hvaða áhrif þær muni hafi á þjónustu. Kópavogsbær hefur þegar tilkynnt að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði lokað fyrsta dag septembermánaðar vegna skipulagsbreytinga í Kópavogsdal. Tillaga liggur fyrir um nýja endurvinnslustöð sem byggð verður á Glaðheimasvæðinu í Kópavogi „á næstu tveimur til fjórum árum“. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að heimsóknir á endurvinnslustöð Sorpu við Dalveg séu um 180 þúsund á ári. Í bókun borgarfulltrúa í ráðinu – bæði úr meiri- og minnihluta – segir að telja megi nokkuð víst að þær heimsóknir flytjist á stöðvarnar við Jafnasel og Sævarhöfða í Reykjavík. „Þær eru nú þegar mjög ásettar. Til að mæta auknu álagi er m.a. til skoðunar að fækka úrgangsflokkum við Jafnasel sem þýðir þjónustuskerðing við íbúa Breiðholts. Við fögnum því að til standi að reisa nýja endurvinnslustöð við Glaðheima í Kópavogi, en fer jafnframt fram á að Kópavogsbær fresti skilum á lóð endurvinnslustöðvar við Dalveg þar til reist hefur verið ný endurvinnslustöð við Glaðheima. Lokun við Dalveg þann 1. september nk. myndi valda verulegri þjónustuskerðingu fyrir íbúa Reykjavíkur, Kópavogs og Garðabæjar,“ segir í bókuninni. Kópavogsbær gerir ráð fyrir að ný endurvinnslustöð verði opnuð á Glaðheimasvæðinu eftir „tvö til fjögur ár“.Sorpa Hver er ábyrgð sveitarfélaga á eigin sorpi? Í sérstakri bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, Einar Sveinbjarnar Guðmundssonar, segir ljóst að með lokuninni á Dalvegi skapist meira álag á aðrar stöðvar. „Einnig vakna spurningar um hvað varðar ábyrgð sveitarfélaga á sínu eigin sorpi - ef svo má að orði komast. Í raun má halda því fram að ef Kópavogsbær ákveður að loka endurvinnslustöðinni við Dalveg ætti bærinn að setja upp sambærilega stöð annars staðar í bænum í stað þess að ætlast til þess að umferðin á Dalveg færist þá í nágrannasveitarfélögin með tilheyrandi álagi. Í kynningu er talað um breyttan opnunartíma á endurvinnslustöðinni á Breiðhellu í Hafnarfirði til að komast til móts við þessa breytingu. Fulltrúinn vill því ítreka að með lokun stöðvarinnar við Dalveg mun umferðarálag líklega aukast á aðrar stöðvar - sem ekki er á bætandi þegar litið er til þess umferðarþunga sem á þessu svæði er á annatímum,“ segir í bókun áheyrnarfulltrúans.
Sorpa Reykjavík Kópavogur Skipulag Tengdar fréttir Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Loka Sorpustöðinni við Dalveg í Kópavogi eftir tæp tvö ár Móttökustöð Sorpu við Dalveg í Kópavogi verður lokað í september 2024. Lóðinni var úthlutað til bráðabirgða árið 1991 og í samstarfssamningi Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi kom fram að hugað yrði að flutningi stöðvarinnar þar sem ekki er gert ráð fyrir henni í aðalskipulagi. 21. október 2022 07:33