Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2025 14:01 Þórarinn Ævarsson opnar sig á einlægan hátt um undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið. Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira
Það þótti sæta tíðindum þegar Þórarinn, sem átti farsælan feril hjá IKEA og Dominos, opnaði sig um notkun sína á hugvíkkandi efnum í einlægu viðtali við Vísi. Eftir að hafa farið í djúpan dal þunglyndis og sjálfsvígshugsana breyttist líf hans á svipstundu eftir meðferð með hugvíkkandi efnum. Þórarinn var gestur í hlaðvarpinu Helga hjartað - og lýsti viðburðaríkri atburðarrás undanfarin ár. Eftir að hafa látið allt ganga upp fyrir sig í viðskiptum og orðið „ölvaður af eigin velgengni,“ þá sneri Þórarinn alveg blaðinu við og starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilning þess orðs. „Ég á ekki lengur sportbíl með vængjahurðum, 200 Krúser, spítt-bát og hús á Siglufirði. Ég er búinn að missa þetta allt. Ég er bara á gömlum Subaru. Og það er bara allt í lagi. Ég þarf ekkert það sem ég hafði.“ Þrátt fyrir að hafa öðlast efnislegar allsnægtir segir Þórarinn sig ekki hafa verið neitt betur staddan. „Þegar ég var með 40 milljóna virði af bílum í hlaðinu og mótorbát - sem ég hafði aldrei tíma til að nota því ég var alltaf að vinna - leið mér eitthvað betur? Nei mér leið ekkert betur.“ Þórarinn segist hafa gengið í gegnum erfiða tíma við að sleppa tökum, en að endingu sé niðurstaðan augljós. „Ef sálarróin mín kostar það að ég þurfi að skrúfa mig niður í lífstíl þá er það bara allt í lagi. Ef ég á í mig og á fyrir mína nánustu þá er það bara nóg.“ Þegar Þórarinn lítur tilbaka á áratuga feril sinn í viðskiptum - þá er svarið auðmjúkt. Hann segir um að ræða hliðarspor sem hafi ekkert endilega átt að eiga sér stað. Þórarinn segist ekki sakna þess að eiga sportbíl og spíttbát.Vísir/Vilhelm Hugmyndafræði Ikea inn í hugvíkkandi heiminn Eftir að hafa öðlast nýja reynslu í lífinu, þá brennur á Þórarni að fá að gefa þá gjöf sem hann fékk eins og hann kallar það, áfram. Hann segist hafa spurt kósmósið í ferðalagi hvort hann hafi átt hlutverk í þessu, en aldrei fengið alvöru svar. Það hafi hinsvegar orðið vendipunktur þegar hann hélt áfram á ferðalaginu - og hann fór að rækta mildi gagnvart sjálfum sér. „Loksins þegar ég fyrirgaf sjálfum þá fékk ég mjög skýrt svar. Og það var já.“ Þórarinn segir að nú sé tilgangur hans einfaldur. Hann vill gera hlut hugvíkkandi efni sem mestan og brjóta tabúin. Þegar hann líti tilbaka þá sér hann hvernig reynsla hans í viðskiptum geti nýst inn í þennan heim. Þar lítur hann til hugmyndafræði IKEA og stofnanda þess Ingvars Kamprad. Mottóið er einfalt: Að gera hversdagslegt líf fjöldans betra. Áður fylgdi Þórarinn mottóinu með samsettum húsgögnum - nú vill hann gera það með hugvíkkandi efnum. Neyðin sé mikil Eftir að hafa fetað krákustíga heilbrigðiskerfisins án þess að fá lausn - segir Þórarinn að neyðin sé mikil. Það sé dýrt að sækja sér þjónustu hjá sálfræðingum og þar að auki séu sextíu þúsund Íslendingar á SSRI lyfjum. Eftir að hafa fundið lausn síns vanda í gegnum hugvíkkandi efni þá vill Þórarinn að sem flestir geti nýtt sér þau. „Ég vil hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda því ég er enn að glíma við minn sársauka. Þessi fjórtán ár mín hjá IKEA þá drakk ég í mig hugmyndafræðina að gera almenningi þetta kleift. Að þurfa ekki að vera á forstjóralaunum til að geta fengið lækningu. Mig langar til að sjá að Jón Jónsson á bolnum hafi efni á þessu, á meðan heilbrigðiskerfið er ekki að fara að niðurgreiða þetta.“ Hægt er að nálgast hlaðvarpið Helga hjartað á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Hlaðvörp Mest lesið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vonlaust í víkinni Gagnrýni Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Fleiri fréttir „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ Sjá meira