Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 15:31 Verkfall skellur á í Borgarholtsskóla þann 21. febrúar verði ekki búið að semja fyrir þann tíma. vísir/Vilhelm Verkföll hefjast í Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Borgarholtsskóla, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga 21. febrúar, hafi samningar ekki náðst. Þetta kemur fram á vef Kennarasambands Íslands. Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í fimm framhaldsskólum á fjórða tímanum. Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga greiddu atkvæði um boðun verkfalla. Verkfallsaðgerðir voru, í öllum fimm skólunum, samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Náist ekki samkomulag um kjarasamninga hefjast verkföll í þessum skólum 21. febrúar næstkomandi. Verkföllin verða ótímabundin. Þá er vert að geta þess að kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Verzlunarskóla Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Önnur lota verkfalla Kjaradeila KÍ við ríki og sveitarfélög á sér langan aðdraganda og hófst önnur verkfallslota í leik- og grunnskólum á mánudag. Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru í verkfall 29. október síðastliðinn og kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík hófu verkfall 18. nóvember síðastliðinn. Í báðum tilfellum stóð til að verkföllin yrðu tímabundin, myndu standa til 20. desember. Til þess kom þó ekki því þann 29. nóvember frestaði Kennarasambandið öllum verkföllum, í leik-, grunn, framhalds- og tónlistarskólum, til 1. febrúar 2025. Samkomulag hefur enn ekki náðst í deilunni þótt á tímapunkti hafi verið talið líklegt að samningar næðust liðna helgi. Upp úr viðræðum slitnaði en ríkissáttasemjari boðaði samningsaðila á sinn fund í Karphúið eftir hádegi í dag og hefur hvatt þá frá því að tjá sig í fjölmiðlum. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Reykjavík Snæfellsbær Múlaþing Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Kjörstjórn Kennarasambandsins kynnti niðurstöður í atkvæðagreiðslum um boðun verkfalla í fimm framhaldsskólum á fjórða tímanum. Félagsmenn í Félagi framhaldsskólakennara (FF) og Félagi stjórnenda í framhaldsskólum (FS) í Borgarholtsskóla, Menntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Verkmenntaskóla Austurlands og Fjölbrautaskóla Snæfellinga greiddu atkvæði um boðun verkfalla. Verkfallsaðgerðir voru, í öllum fimm skólunum, samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta. Kjörsókn var í öllum tilfellum góð eða á bilinu 88% til 100%. Atkvæðagreiðsla stóð dagana 3.-5. febrúar 2025. Náist ekki samkomulag um kjarasamninga hefjast verkföll í þessum skólum 21. febrúar næstkomandi. Verkföllin verða ótímabundin. Þá er vert að geta þess að kjaraviðræðum Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Verzlunarskóla Íslands hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Önnur lota verkfalla Kjaradeila KÍ við ríki og sveitarfélög á sér langan aðdraganda og hófst önnur verkfallslota í leik- og grunnskólum á mánudag. Kennarar í Fjölbrautaskóla Suðurlands fóru í verkfall 29. október síðastliðinn og kennarar í Menntaskólanum í Reykjavík hófu verkfall 18. nóvember síðastliðinn. Í báðum tilfellum stóð til að verkföllin yrðu tímabundin, myndu standa til 20. desember. Til þess kom þó ekki því þann 29. nóvember frestaði Kennarasambandið öllum verkföllum, í leik-, grunn, framhalds- og tónlistarskólum, til 1. febrúar 2025. Samkomulag hefur enn ekki náðst í deilunni þótt á tímapunkti hafi verið talið líklegt að samningar næðust liðna helgi. Upp úr viðræðum slitnaði en ríkissáttasemjari boðaði samningsaðila á sinn fund í Karphúið eftir hádegi í dag og hefur hvatt þá frá því að tjá sig í fjölmiðlum.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Reykjavík Snæfellsbær Múlaþing Akureyri Framhaldsskólar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent