Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2025 17:01 Starfsmönnum USAID var gert að halda sig heima í dag en þeir komu að læstum dyrum í morgun. AP/Carolyn Kaster Starfsmenn USAID, bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð Bandaríkjanna og annarskonar fjárveitingar til annarra ríkja, komu að lokuðum dyrum í höfuðstöðvum stofnunarinnar í morgun. Var það í kjölfar þess að Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta, lýsti því yfir að búið við að loka stofnunni. Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira
Um helgina voru yfirmenn öryggismála í stofnuninni reknir eftir að þeir meinuðu að veita útsendurum Musks og hálf-opinberri stofnun hans, DOGE, aðgang að leynilegum upplýsingum og þar á meðal ríkisleyndarmálum. Nokkrir þeirra munu ekki vera með heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Í kjölfarið fór Musk mikinn á X, hans eigin samfélagsmiðli, um USAID og lýsti stofnuninni sem illum glæpasamtökum sem hötuðu Bandaríkin og sagði að USAID hefði greitt fyrir þróun efnavopna og COVID-19. Hann sakaði einnig starfsmenn fjármálaráðuneytisins um ítrekuð lagabrot með því að samþykkja fjárútlát sem hefðu ekki verið samþykkt af þinginu. Stafsmenn DOGE tóku svo að endingu yfir höfuðstöðvar USAID, vef stofnunarinnar var lokað og var einnig lokað á aðgang starfsmanna að tölvukerfinu. Þeir fengu einnig aðgang að kerfi fjármálaráðuneytisins sem inniheldur viðkvæmar persónuupplýsingar fjölmargra Bandaríkjamanna en samkvæmt frétt Washington Post er mjög sjaldgæft að aðilar tengdir pólitískum öflum fái aðgang að kerfinu. Musk sagðist svo í morgun hafa varið helginni í að kasta USAID í trjákurlarann, í stað þess að fara í góð partí. We spent the weekend feeding USAID into the wood chipper. Could gone to some great parties.Did that instead. https://t.co/0V35nacICW— Elon Musk (@elonmusk) February 3, 2025 Eins og fram kemur í frétt New York Times færði Musk engar sannanir fyrir ummælum sínum um ólögleg fjárútlát en það er eina ástæðan sem hefur verið gefin upp fyrir afskiptum ríkisstjórnar Trumps að umræddu greiðslukerfi. Musk ræddi málið í útsendingu á X í gærkvöldi og sagðist hafa sannfært Trump um að leggja USAID niður. Trump sagði blaðamönnum í gærkvöldi að USAID væri rekin af vinstri sinnuðum „brjálæðingum“. Hann sagðist þó ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætlaði sér að loka henni. Óvíst er hvort hann geti það yfir höfuð þar sem stofnunin var á sínum tíma stofnuð af þinginu í forsetatíð Johns F. Kennedy. Demókratar segja þingið þurfa að fjalla um örlög hennar. DOGE er stofnun sem Trump stofnaði og leidd er af Musk. Henni er ætlað að finna leiðir til að draga úr opinberum fjárútlátum. Musk hefur þó í gegnum DOGE komið útsendurum sínum fyrir við stjórn nokkurra opinbera stofnanna. Starfsmenn DOGE sem virðast hafa tekið við stjórn USAID eru, samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs, að minnsta kosti sex ungir menn aldrinum nítján til 24 ára. USAID tells staff to not show up at DC HQs today in morning email as Elon says the agency has been shut down. The email is from gkliger@usaid.gov. Gavin Kliger is one of the 19-24yr old group of Musk aides running the government now. pic.twitter.com/6kgl65d1EF— Sam Stein (@samstein) February 3, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Ætla að sigra vopnakapphlaup við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sjá meira