Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 20:08 Röðin náði langt niður eftir götu og það var mikil stemning í röðinni. Vísir/Ragnar Dagur Langar raðir mynduðust þegar heimsfrægur hamborgarastaður opnaði í Garðabæ í dag. Staðurinn var hins vegar aðeins opinn í dag og komust færri að en vildu. MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði. Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
MacDonalds hefur ekki verið rekinn á Íslandi í fleiri ár en síðasti borgarinn var seldur hér á landi árið 2009. Borgarinn hefur verið varðveittur og var til sýnis á kaffihúsinu Dæinn í Urriðaholti í dag. Hugmyndasmiðurinn á bak við gjörninginn í dag segir markmiðið þó ekki vera að auglýsa staðinn, heldur að vekja athygli á samfélagsmiðlum sínum. „Ég hélt að það myndu mæta svona tuttugu, ég bara er að komast að þessu á sama tíma og þið,“ segir Sindri Leví Ingvarsson, rísandi YouTube-stjarna, sem var hálf orðlaus yfir viðtökunum þegar hann sá allan þann fjölda fólks sem mætt var í röð í von um að fá fría borgara. „Markmiðið er bara að gera eins gott YouTube-video og ég get. Bara að gera eins góð video og ég mögulega get, eitthvað video sem fólki finnst gaman að horfa á,“ segir Sindri. Hressir krakkar sem voru fremstir í röðinni þegar fréttastofu bar að garði upp úr klukkan tvö í dag höfðu beðið frá því tólf á hádegi eftir að komast að. Sjálfur mætti Sindri á svæðið beint frá Lundúnum og fóru viðtökurnar fram úr hans björtustu vonum. Aðeins hundrað borgarar voru í boði en ekki gekk þó allt samkvæmt áætlun. „Þetta er mjög fyndin saga. Ég fór á McDonalds í morgun, eða í nótt, og keypti hundrað hamborgara. Tollurinn var ekki að fíla það, eða enginn var að fíla það, þannig ég þurfti að fara á Metro og kaupa hundrað hamborgara og vonandi verður fólkið ekki of pirrað að þetta eru Metro-hamborgarar. En þetta er samt í Happy-Meal kassa frá McDonalds þannig það hlýtur að vera í lagi,“ segir Sindri léttur í bragði.
Matur Samfélagsmiðlar Garðabær Veitingastaðir Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira