Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2025 10:40 Frá undirritun þjónustusamnings Hafnarfjarðarbæjar við Framtíðar fólk ehf. um rekstur leikskólans Áshamars 23. janúar. Valdimar Víðisson, bæjarstjóri (fremst til vinstri) og Guðrún Jóna Thorarensen (fremst til hægri) með pennana á lofti. Hafnarfjarðarbær Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar gagnrýna að meirihlutinn hafi ákveðið að nýr leikskóli í bænum yrði einkarekinn án umræðu í bæjarstjórn í trássi við sveitarstjórnarlög. Samingur um reksturinn var samþykktur á miðvikudag. Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar. Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir aðilum sem væru áhugasamir um að reka Áshamar, nýjan leikskóla fyrir 120 börn í jaðri Hamraneshverfis 3. október. Skrifað var undir þjónustusamning við fyrirtækið Framtíðarfólk ehf. í síðustu viku. Framkvæmdastjóri Framtíðar fólks er Guðrún Jóna Thorarensen sem hefur meðal annars starfað sem leikskólastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrir Hjallastefnuna. Fyrirtækið var stofnað í lok desember og skráð í byrjun árs. Þegar samningurinn var lagður fyrir til samþykkis í bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar á miðvikudag fóru fulltrúar Samfylkingarinnar fram á að afgreiðslu hans yrði frestað og óskað yrði eftir greinargerð um aðdraganda hans og rök fyrir því að samið var við einkafyrirtæki um reksturinn. Frestuninni var hafnað og var samningurinn samþykktu með sjö atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Viðreisnar. Fulltrúar Samfylkingarinnar bókuðu hörð gagnrýni við vinnubrögð meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í málinu. Ákvörðunin um að nýi leikskólinn yrði einkarekinn hefði aldrei komið til umræðu í bæjarstjórn þrátt fyrir að kveðið væri á um í lögum um leikskóla að það væri hlutverk bæjarstjórna að taka ákvarðanir um útvistun reksturs leikskóla. Þá lægi engin ákvörðun fyrir innan stjórnsýslunnar um að fara út í einkarekstur leikskólans. „En meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leitar hins vegar allra leiða til þess að halda málinu frá bæjarstjórn og er núna búinn að skrifa undir skuldbindandi samning við einkaaðila um rekstur leikskólans án þess að bæjarstjórn hafi fengið tækifæri til þess að ræða málið,“ segir í bókuninni. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, var á meðal þeirra sem kvöddu sér hljóðs um leikskólann á bæjarstjórnarfundi á miðvikudag.Vísir/Stöð 2 Ellefu virkir dagar til að skila inn umsókn Þá segja samfylkingarfulltrúarnir að áhugasamir aðilar hafi aðeins fengið ellefu virka daga til þess að leggja inn umsóknir um reksturinn til bæjarins. Aðeins ein umsókn hafi borist og meirihlutinn hafi skrifað undir þjónustusamning við Framtíðar fólk án fyrirvara um endanlegt samþykki bæjarstjórnar. „Með vísan til ólýðræðislegra og óvandraðra vinnubragða meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks þar sem farið er á svig við sveitarstjórnarlög, auk þess að engar upplýsingar um fjárhagslega og faglega getu tilvonandi rekstraraðila liggja fyrir, sitja fulltrúar Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu þessa máls,“ segir í bókun Samfylkingarinnar. Kristín Thoroddsen, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bókaði á móti að fræðsluráð bæjarins hefði samþykkt þjónustusamninginn með öllum greiddum atkvæðum bæði meiri- og minnihluta. Samfylkingin á tvo fulltrúa í fræðsluráðinu. „Með tilkomu leikskólans verður fjölskylduvænt samfélag í hverfinu styrkt enn frekar, og tryggð verður öflug og framsýn leikskólastarfsemi sem mætir þörfum ungra barna og fjölskyldna í ört vaxandi bæjarhluta,“ segir í bókun Kristínar.
Hafnarfjörður Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira