Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar 31. janúar 2025 08:31 Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Stephensen Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Skóla- og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar þessi pistill er ritaður eru örfáir tímar síðan ríkissáttasemjari setti fram innanhústillögu sína til að reyna að höggva á hnútinn í deilu kennara og Sambands íslenskar sveitafélaga. Viðbrögð mín við þessum fréttum sem kennari eru blendin. Vissulega ákveðin óvissa þar sem ég veit ekkert meira um málið en hefur komið fram í fréttum. Samt smá léttir yfir því að mögulega sé komin fram einhverskonar lausn á þessari deilu. Lausn, sem kannski er hægt er að byggja á til framtíðar. Það eru búin að vera þung skref að fara í verkfall sem var svo frestað eftir viku og horfa núna fram á að vera aftur á leið í verkfall eftir helgi. En það er líka mikil hræðsla um að þetta sé mögulega lokanaglinn í kistuna, ef þannig má að orði komast, í þeirra vegferð að bæta stöðuna í mönnun skólanna sem er mikilvægt til að hægt sé að byggja upp öflugra menntakerfi. Hljómar mjög dramatískt hjá mér en það er nú einu sinni þannig að það er erfitt að treysta þegar reynslan sýnir að íslenskt samfélag forgangsraðar ekki börnum þegar kemur að gæðum á þjónustu. Reynslan segir mér að þetta snýst meira um að spara sem mest ef það er mögulega hægt að komast upp með það. Myglaðar skólabyggingar eru gott dæmi. Skortur á viðhaldi á skólahúsnæði hefur verið algjör og hefur skilað okkur mygluðum skólum sem hafa kostað kerfið mikið. Það virðist eins og það séu gerðar lægri kröfur til húsnæðis og aðbúnaði á „vinnustað“ barna. Annað gott dæmi er mikill skortur á útgáfu á námsefni af hálfu ríkisins fyrir íslenskt skólakerfi. Álagið á skólakerfið vegna skorts á góðu námsefni er mikið. Það litla sem gefið er út er margt af lélegum gæðum, uppfullt af villum sem eru ekki einu sinni leiðréttar fyrir endurprentun. Til að snúa við stöðunni í námsgagnframleiðslu þarf að koma til risa innspýting og metnaðarfyllri stefna MMS og þessu þarf að fylgja fé og nóg af því. Börn eiga betra skilið. Skýrasta dæmið er samt launastefnan sem er í gangi gangvart fólki sem sinnir börnum. Eftir því sem ég skoða fleiri launatölur þá verð ég altaf meira svekkt yfir því samfélagi sem við búum í. Ég vissi að mikill launamunur væri í mörgum tilfellum á milli almenna og opinbera geirans en ég vissi ekki að hið opinbera væri með jafn klára mismunun í sínu eigin kerfi, þ.e.a.s. að háskólamenntaðir sérfræðingar (kennarar) sem vinna með börnum væru lægra launaðir eftir 30 ára farsælt starf en starfsmaður með enga háskólamenntun, engin mannaforráð og litla ábyrgð á skrifstofu Sambands íslenskra sveitafélaga, nýbyrjaður í starfi. Þetta dæmi sýnir mögulega forgangsröðunin hjá sveitarfélögunum. Hvernig er hægt að treysta á virðismat sem samfélag með þessa forgangsröðun framkvæmir. Þegar ég horfir upp á forgangsröðun þeirra sem stýra launastefnu sveitarfélaganna vitandi það að mannekla í leikskólum veldur því að sveitarfélögin brjóta lög á börnum á hverjum degi þar sem það vantar 2500 menntaða starfsmenn til starfa í leikskólum landsins til að uppfylla lög um rekstur leikskóla. Á sama tíma vantar líka 4000 grunnskólakennara til starfa í grunnskólunum sem setur verulega í hættu að hægt sé að fylgja stefnu um jafnrétti til náms. Þegar staðan er þessi þá missi ég vonina um að sama samfélag eigi eftir að komast að þeirri niðurstöðu í virðismati að það eina í stöðunni sé að meta þetta starf að verðleikum og leiðrétta launin þannig að þau endurspegli mikilvægi þess og þá ábyrgð sem það felur í sér. Þannig, og aðeins þannig getum við byrjað að endurheimta menntað fólk aftur inn í stéttirnar og tryggt að þegar ungt fólk íhugar námsleiðir í háskóla að kennaranám sé möguleiki fyrir það. Kannski er eina lausnin að treysta og vona að samfélagið hafi séð ljósið. Þetta virðismat er ekki eitthvað sem er aðeins fundið upp hér á landi heldur er þetta alþjóðlega viðurkennt kerfi þannig mögulega er þetta eitthvað sem hægt er að byggja á. Það þarf eitthvað að gerast svo mikið er víst. Ástandið eins og það er núna og er búið að vera lengi gengur a.m.k. ekki. Að halda inn á nýja braut er alltaf ógnvekjandi en það getur líka verið sóknarfæri og það má enginn vera hræddur. Hvort mín forysta ákveður að segja já við þessu útspili ríkissáttasemjara eftir að hafa skoðað það betur verður að koma í ljós. Ég treysti þeim til að taka rétta ákvörðun. Segi hún já við þessari innanhústillögu þá á tillagan eftir að fara fyrir félagsmenn allra félaganna sjö og erfitt er að átta sig á því hvernig það fer. Vandamálið er traust eða kannski frekar skortur á því. Það er erfitt að treysta á kerfi sem hefur unnið skipulega að því að tala niður stéttina svo mánuðum skiptir og alltaf reglulega síðustu árin. Framámenn í atvinnulífinu hafa líka verið duglegir að tala stéttina niður. Fólkið með ofurlaunin hefur ekki hikað að tjá sig, oft óumbeðið, í umræðum um að kennarar vinni lítið, hvað frammistaða þeirra sé ömurleg, hvað þeir hafi það nú gott að þeir eigi að hætta að væla o.s.frv. Það er erfitt að treysta samfélagi sem talar svona um heila stétt. En hvað sem verður þá þýðir lítið annað en að bíða fram á laugardag og vona að sú ákvörðun sem verður tekin verði til gæfu fyrir íslenskt skólastarf. Höfundur er grunnskólakennari í Garðaskóla í Garðabæ.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar