Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar 30. janúar 2025 09:01 Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Inntökuprófið í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði er með stærri prófum sem haldin eru á Íslandi. Alls mættu 363 manns árið 2024 í inntökuprófið í þeirri von um að fá brautargengi í virtu og góðu námi við Háskóla Íslands. Það liggur í augum uppi að baráttan er ansi hörð, þar sem aðeins eru um 110 sæti í boði, 75 í læknisfræði og 35 í sjúkraþjálfunarfræði. Eins og próftökunni var háttað þá þurftu próftakar að ferðast til Reykjavíkur til þess að þreyta prófið. Prófinu er skipt upp í sex hluta og þeir teknir á tveimur dögum. Ekki nóg með það að nemar á landsbyggðinni þurfi að standa straum af ferða- og öðrum tilfallandi kostnaði og verða sér úti um gistingu, þá eru einnig til þess dæmi að hópar fólks hreinlega missi af inntökuprófinu vegna veðurfars og niðurfelldum flugferðum. Prófið er staðpróf sem lagt er fyrir í rafræna prófakerfinu Inspera og því er hægt að heimfæra það hvar sem er, svo lengi sem prófverðir og viðeigandi aðstaða séu til staðar. Er ekki borðliggjandi að halda prófið víðar en í höfuðborginni? Þann 12. nóvember síðastliðin samþykkti Stúdentaráð Háskóla Íslands tillögu mína þess efnis að Stúdentaráð ætti að beita sér fyrir því að haldið verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði á fleiri stöðum en í Reykjavík. Henni var fylgt eftir af skrifstofu Stúdentaráði Háskóla Íslands undir stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og því er fagnaðarerindi að greina frá því að nú í vor verður inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfunarfræði einnig haldið á Akureyri. Þetta er gríðarstór sigur fyrir réttindabaráttu stúdenta en hvergi nærri fullnaðarsigur. Enn eru margir sem þurfa að standa í ferðalögum og greiða vænar upphæðir til þess að elta draumana sína. Vaka og ég munum áfram beita okkur fyrir því að inntökuprófin verði víðar. Staðir á borð við Ísafjörð, Egilsstaði og Höfn í Hornafirði hafa reynslu af því að veita háskólaþjónustu og að sjá um prófaumsýslu í samstarfi við Háskóla Íslands. Það er mönnunarvandi á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni, af hverju erum við ekki að sækja þetta fólk þar sem það býr? Það að inntökuprófið verði næst bæði haldið á Akureyri og í Reykjavík er stór sigur fyrir stúdenta á landsbyggðinni og verður markið sett á að prófið verði haldið víðar í framtíðinni. Þetta er enn eitt dæmið um það að Vaka virkar, og við vökuliðar munum halda áfram að berjast fyrir raunverulegum og áþreifanlegum hagsmunum stúdenta. Höfundur er sviðsráðsforseti heilbrigðisvísindasviðs og situr í stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Vöku – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun