Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Bjarki Sigurðsson skrifar 29. janúar 2025 12:07 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Með nýjum uppgangstíma í hagkerfinu styrkist staða heimilanna verulega, samkvæmt Þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir marga munu finna fyrir því að eiga aukið afgangs fé um mánaðamótin. Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki. Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hreinn auður heimilanna er í hæstu hæðum og er eiginfjár- og skuldastaða þeirra mjög góð. Jón Bjarki Bentsson, yfirhagfræðingur Íslandsbanka, segir heimilin hafa sýnt meiri ráðdeild undanfarna mánuði. Þau hafi haft hægt um sig í einkaneyslu, þrátt fyrir að kaupmáttur hafi aukist. „Þau eiga orðið talsverðan uppsafnaðan sparnað, það eru horfur á að laun hækki hraðar en verðbólga allan spátímann, og þetta ætti að gefa heimilunum svigrúm til að bæta sín kjör á heildina litið. Leyfa sér meira, án þess að steypa sér í skuldir,“ segir Jón Bjarki. Fólk muni strax finna fyrir þessu um mánaðamótin. „Það verður einfaldlega aðeins meira eftir af mánaðarlaununum í buddunni þegar útgjöld heimilisins hafa verið greidd. Ég tala nú ekki um þegar vaxtabyrðin fer hægt og rólega að léttast líka af íbúðalánum. Hjá allflestum ætti þessi róður við að halda jafnvægi í heimilisbókhaldinu að léttast hægt og bítandi bæði í ár og næstu ár þar á eftir,“ segir Jón Bjarki. Útflutningstekjur muni aukast á næstu árum, sérstaklega vegna mikils vaxtar í hugverkaiðnaði og fiskeldi. „Þetta er allt frá lyfjaframleiðslu, til lækningavara á fiskroði, yfir í tölvuleikjaiðnaðinn og þjónustu við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð og útflutning á svoleiðis efni. Þegar við tökum þetta allt saman erum við komin í yfir þrjú hundruð milljarða í útflutningstekjur frá þessum geira, sem er stærðargráða á stærð við sjávarútveg og ál. Vöxturinn þarna verður trúlega umtalsvert hraðari en í þeim tveimur greinum og hjá ferðaþjónustunni,“ segir Jón Bjarki.
Fjármál heimilisins Neytendur Efnahagsmál Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Íslenska krónan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira