Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2025 09:08 Það virðast litlar líkur á því að Pútín og Selenskí mætist við samningaborðið. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist útiloka að koma sjálfur að viðræðum við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hann segir „ólögmætan“. Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira