Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2025 10:33 Daníel Már Magnússon skósmiður við störf á Skóvinnustofunni. Vísir/Stefán Jón Eini skósmiður miðborgar Reykjavíkur pakkar nú saman og skellir verkstæði sínu í lás fyrir fullt og allt. Hann segir þetta ljúfsár tímamót eftir erfiðan rekstur síðustu misseri. Hann hvetur neytendur til að gefa því betur gaum úr hverju skórnir, sem þeir kaupa jafnvel dýrum dómum, eru gerðir. Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“ Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Við heimsóttum Daníel Má Magnússon skósmið á Skóvinnustofuna á Grettisgötu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Daníel hefur rekið verkstæðið frá árinu 2018, þegar hann tók við rekstrinum af Þráni Jóhannssyni, Þráni skóara, sem þá hafði rekið skóverkstæði undir eigin nafni um árabil. Horfa má á heimsókn Íslands í dag á Grettisgötuna í spilaranum hér fyrir neðan, þar sem Daníel fer yfir ferilinn, reksturinn og eftirminnilegustu viðgerðina, sem var örlítið vandræðalegri en gengur og gerist. Daníel segir nú skilið við skósmíðar og kepptist við að klára síðustu verkefnin þegar við litum við. Hann kveðst munu sakna þess að vinna við fagið en annars sé það ákveðinn léttir að hætta og verða launamaður hjá stóru fyrirtæki, Össuri. „Það hafa komið erfiðir mánuðir en í raun og væru gæti stofan gengið mjög vel... ef það væri enginn starfsmaður,“ segir Daníel kíminn. „En maður hefur alveg verið að sleppa að borga sér laun suma mánuði, þetta hefur verið strembið.“ Þá beinir hann því til neytenda að sætta sig ekki við hvað sem er í skómálum. „Mér finnst mjög erfitt fyrir kúnnann í rauninni að vita hvað hann er að kaupa. Þeir eru orðnir mjög góðir að láta plast líta út fyrir að vera leður, og það kemur ekki í ljós fyrr en eftir tvo, þrjá mánuði. Þannig að ég mæli með að fólk kíki á lítinn límmiða á sólanum á skónum, gylltur og svartur, sem segir þér nákvæmlega hvaða efni er í skónum þínum. [...] Fólk er að kaupa plastskó á 25 þúsund kall. Það er rán!“
Ísland í dag Verslun Reykjavík Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira