Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar 27. janúar 2025 11:32 heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Heiðmarsson Skógrækt og landgræðsla Garðyrkja Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
heldur táknar hugtakið flóra þær tegundir plantna, í víðum skilningi þess orðs, sem vaxa á tilteknu svæði eða tímaskeiði. Þannig vísar flóra Íslands til þeirra tegunda plantna sem vaxa á Íslandi. Garðaflóra Reykjavíkur tiltekur þær tegundir plantna sem finna má í görðum borgarinnar. Flóra vísar ekki einungis til plantna sem finna má á afmörkuðu svæði heldur er hugtakið einnig nýtt til að fjalla um flórur ólíkra jarðsöguskeiða. Þannig er vísað til steingervingaflóru Íslands í umfjöllun um steingervinga fornra rauðviða eða blaðför af elri í Bakkabrúnum sem grófust í set á eldra hlýskeiði ísaldar. Sambærilegt flórunni er fánan sem tekur þá til dýra, þannig tölum við um fuglafánu Íslands, skeldýrafánu Breiðafjarðar eða spendýrafánu ákveðins svæðis. Þess leiða ávana gætir nú víða að nota orðið flóra sem einhvers konar fjölbreytnihugtak. Þannig eru nýleg dæmi þar sem talað er um flóru fjárfestinga kaupfélagsins (þetta helst á RÚV 20. janúar), flóra mannlífsins (erindaröð á bókasafni Kópavogs), veitingahúsaflóru o.s.frv. Þessi misnotkun hugtaksins byggir á þeim misskilningi að orðið flóra hafi eitthvað með fjölbreytni að gera en því fer víðs fjarri. Líkt og áður segir þá vísar flóra til plantna á afmörkuðu svæði eða tíma og byggt á aðstæðum getur sú flóra ýmist verið fjölbreytt eða fábreytt sem við Íslendingar ættum að hafa fullan skilning á. Flóra einlendra æðplöntutegunda á Íslandi er til að mynda sérstaklega fábreytt enda telur hún einungis eina tegund, þ.e. tunguskollakamb. Kæru samnotendur og neytendur íslenskunnar! Má ég biðja ykkur um að spilla ekki merkingu flórunnar með misnotkun hugtaksins. Flóra og fána eru vel afmörkuð hugtök sem nýtast grasa- og dýrafræðingum vel. Vísindaleg hugtök þurfa að vera skýr og vel afmörkuð og hvorutveggja hugtakið, flóra og fána, eru það í núverandi merkingu. Höfundur er grasafræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar