Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. janúar 2025 00:20 Michael Jackson tróð upp á Ofurskálinni í janúar 1993 en nokkrum mánuðum síðar var hann sakaður um kynferðislega áreitni. Getty Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt. Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira
Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Leikjavísir Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Lífið Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Lífið Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Lífið Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Menning Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Lífið Fleiri fréttir „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Sjá meira