Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 17:25 Nýjar reglur á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins, í Árbæ og Grafarvogi, hafa tekið gildi. Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árbæjar með breytinguna. Steinþór Carl Karlsson Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að banna umferð sleða á skíðasvæðum borgarinnar meðan á opnun skíðalyftanna stendur. Iðkandi til margra ára er forviða á reglunum og lýsir leiðinlegri upplifun á skíðasvæðinu í Ártúnsbrekku er honum var tjáð um breytinguna. Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“ Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Greint var frá nýju reglunni á Facebooksíðunni Skíðasvæðin í borginni á fimmtudag. Þar segir að undanfarin ár hafi umferð ýmiss konar sleða færst í aukana á skíðasvæðunum. Þeirri umferð hafi verið beint í jaðar brekknanna en það fyrirkomulag ekki tekist nægilega vel. „Umferð bretta, skíða og sleða á ekki samleið í skíðabrekkum. Hefur því verið ákveðið að öll umferð sleða sé óheimil á opnunartíma svæðanna,“ segir í færslunni. Utan opnunartíma sé umferð sleða heimil en brekkurnar eru opnar milli klukkan fimm og átta á virkum dögum og ellefu og fimm um helgar. Hótaði að stöðva lyftuna og hringja á lögreglu Steinþóri Carli Karlssyni, Árbæingi og iðkanda í brekkunni þar til margra ára, er verulega brugðið vegna nýju reglnanna. Hann segir frá atvikum dagsins í samtali við fréttastofu en hann mætti einu sinni sem oftar með börnunum sínum í Ártúnsbrekkuna í dag ómeðvitaður um nýju reglurnar. Starfsmaður hafi komið á eftir þeim upp í brekkuna og sagt þeim að þau mættu ekki renna sér á sleða. „Hann sagði að við þyrftum að fara hinu megin við skíðalyftuna. Af því að það væri svo mikil slysahætta og þessi svæði væru ekki tryggð. Þannig að borgin er að reyna að minnka þessa slysahættu,“ segir Steinþór. „Hann hótaði að hringja í lögregluna og hann hótaði að stoppa lyftuna. Þetta er starfsmaður sem er búinn að vinna í lyftunni í mörg.“ Hann segist ekki vita til neinna slysa í brekkunni af völdum þess að iðkendur séu ýmist að renna sér á skíðum eða sleða, í þau skipti sem hann hefur mætt í brekkuna. „Manni leið eins og maður væri ekki velkominn,“ segir Steinþór. „Þetta var ekki skemmtileg upplifun.“ Ekki skíðasvæði heldur hverfisbrekka Steinþór segist skilja reglur af þessu tagi á skíðasvæðum eins og Bláfjöllum eða Skálafelli, sem séu sérstaklega hugsuð sem skíðasvæði. „Þar er meiri hraði og meiri hlutinn fer þangað til að fara á skíði. En þetta eru hverfisbrekkurnar sem fólk sækir í, allir eru saman hvort sem Siggi kemur á skíðum eða Gunna á sleða,“ segir Steinþór. „Það er oftar sem maður fer [í Ártúnsbrekkuna] á sleða en á skíði upp í Bláfjöll.“ Steinþór segist trúa því að reglunum verði breytt aftur svo sleðaiðkendur fái líka að renna sér á opnunartíma. „Ég vil ekki trúa því að þetta þurfi að vera svona. Við búum í betra samfélagi en þessu.“
Skíðasvæði Reykjavík Börn og uppeldi Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira