Viðskipti innlent

Hildur nýr mann­auðs­stjóri Dis­ti­ca

Atli Ísleifsson skrifar
Hildur Guðjónsdóttir.
Hildur Guðjónsdóttir. Aðsend

Hildur Guðjónsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Distica og tekur sæti í framkvæmdastjórn félagsins.

Í tilkynningu segir að Hildur sé 39 ára og hafi starfað í mannauðsmálum undanfarinn áratug. 

„Um er að ræða nýja stöðu innan félagsins sem er liður í því að auka vægi mannauðsmála og styrkja stefnumiðað mannauðsstarf félagsins. Distica leggur áherslu á velgengni og vellíðan starfsfólks, sem er grundvöllur áframhaldandi vaxtar og árangurs félagsins. Síðastliðin tvö ár hefur Hildur starfað náið með Distica í gegnum móðurfélag félagsins. Hildur hefur lokið meistaragráðu í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum, auk diplómu í mannauðsstjórnun og leiðtogafærni. Þá hefur hún bætt við sig menntun í stjórnendamarkþjálfun,“ segir í tilkynningunni. 

Distica er leiðandi á markaði og í vörustjórnun fyrir fyrirtæki á heilbrigðismarkaði og dreifir m.a. lyfjum, rannsóknartækjum, rekstrarvörum og neytendavörum til sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila, tannlækna, dýralækna og verslana. Árstekjur Distica 2023 voru um 33 milljarðar og stöðugildi um 120.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×