Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar 22. janúar 2025 20:31 Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Umhverfismál Mörður Árnason Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Því er nú haldið fram að ákvæði í 14 ára gömlum lögum um stjórn vatnamála (36/2011) komi í veg fyrir allar nýjar virkjanir, brýr, hafnir, flóðgarða og svo framvegis. Það er vegna þess að umhverfisnefndin á þinginu breytti tilteknu ákvæði í lagafrumvarpinu ‒ og nú sé allt upp í loft ‒ og alveg sérstaklega Hvammsvirkjun, sem einmitt átti að bjarga heiminum. Ég veit það ekki. Best að bíða og gá hvað Hæstiréttur segir. En á meðan skil ég þetta svona: Í lögunum segir í 18. grein að leyfi til framkvæmda sem geta breytt vatnshloti (tækniorð um ,gerðir‘ eða ,einingar‘ vatns: lækur, fljót, stöðuvatn, grunnvatnsgeymir …) megi veita í ákveðnum tilvikum þegar ákveðin skilyrði eru fyrir hendi. Tilvikin eru orðuð svona (afsakið málflækjurnar): „nýjar breytingar, svo sem vegna mengunar eða í tengslum við loftslagsbreytingar, sem leiða til breytinga á vatnsgæðum, vistfræðilegum, vatnsformfræðilegum eða eðlisrænum eiginleikum yfirborðsvatnshlots eða á hæð grunnvatnshlots,“ eða „ný sjálfbær umsvif eða breytingar sem hafa í för með sér að yfirborðsvatnshlot fer úr mjög góðu ástandi í gott ástand.“ Eftir úrskurð héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmálinu halda menn sumsé að í þessum tilvikum felist ekki virkjun, brú eða höfn. Og nú þurfi að kalla strax á lögguna. Það er skrýtið ‒ vegna þess að í greinargerð flutningsmanns með frumvarpinu sem varð að þessum lögum, ráðherrans með ráðuneytið á bakvið sig, er sérstaklega bent á af hverju þær breytingar gætu stafað sem hér um ræðir: „Sem dæmi má nefna breytingar vegna vatnsaflsvirkjana, flóðavarna, vegagerðar eða gerðar siglingavega.“ Ég er auðvitað bara málfræðingur, en sé ekki að með minniháttar lagfæringum í umhverfisnefnd, sem alþingi síðan samþykkti samhljóða, hafi þessi dæmi ráðherrans verið þurrkuð út. Það sem mér sýnist skipta máli er afgangurinn af 18. greininni ‒ nefnilega skilyrðin sem þarf að uppfylla til að fá leyfið: „a. gripið verði til allra ráðstafana sem raunhæfar teljast til að draga úr skaðlegum áhrifum á ástand vatnshlots, b. ástæðurnar fyrir framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum vega þyngra vegna almannaheilla og/eða ávinningurinn fyrir heilsu og öryggi manna eða sjálfbæra þróun er meiri en ávinningur umhverfisins og samfélagsins af því að umhverfismarkmið náist, og c. tilganginum með framkvæmdunum, umsvifunum eða breytingunum verður ekki með góðu móti náð með umhverfisvænni leiðum vegna tæknilegra erfiðleika eða óhóflegs kostnaðar.“ Liðir a og c eru fínir. En það er eðlilegt að staldra sérstaklega við b-liðinn. Þar stendur að ef það á að spilla fljóti, stöðuvatni eða öðru vatnshloti, þá þurfi að vera alveg ljóst að almannaheill vegi þyngra en þau spjöll sem áformuð eru. Og þá spyr maður: Hvar er aftur greinargerðin frá Landsvirkjun um að almannaheill réttlæti skaðann af Hvammsvirkjun? Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir Skoðun