Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2025 15:48 Prís opnaði í ágúst á síðasta ári og hefur síðan þá verið ódýrasta verslunin í reglulegum úttektum verðlagseftirlits ASÍ. Vísir/Vilhelm Vöruverð í Prís er að meðaltali fjórum prósentum lægra en í Bónus, en einstakir vöruflokkar eru allt að 12 prósent ódýrari samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Athugunin náði til 514 vara, sem voru nánast alltaf ódýrari hjá Prís. Samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu segir að í einu tilfelli hafi vöruverð verið jafnt, í fjórum tilfellum hafi Bónus boðið upp á 25 prósent lægri vöru. Restin, eða 509 vörur, hafi verið 0,2 prósent til 48 prósent ódýrari í Prís. „Stærsti verðmunurinn var á stóru heimilisbrauði Myllunnar, sem er tæplega helmingi ódýrara í Prís en í Bónus. Sá mikli munur skýrir hvers vegna verðbil milli Prís og Bónus er að meðaltali mest í flokknum brauð, eða tæp 12%. Aðrir flokkar sem eru umtalsvert ódýrari í Prís en Bónus eru sælgæti og snakk (7,9%), kaffi (7,8%) og gos (6,4%). Allt frá sama merkinu Þær fjórar vörur sem eru ódýrari í Bónus eru allar sósur frá Blå Bland – Aioli, grísk sósa, mexíkósk sósa og bernaise sósa. Þær kostuðu allar 298kr í Bónus en 399kr í Prís,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Prís sé enn ódýrasta verslunin í reglulegum smanburði verðlagseftirlitsins, allt frá opnun hennar í ágúst. Verð þar hafi í janúar verið að meðaltali 1,93 prósent yfir lægsta verði, en í Bónus að meðaltali 3,81 prósent yfir lægsta verði. Prís í sérflokki „Prís sker sig úr og er, líkt og við opnun, nokkru undir verði annarra lágvöruverðsverslana. Sé miðað við að lágvöruverðsverslanir séu að meðaltali innan 10% frá lægsta verði, þá telja þær Prís, Bónus, Krónuna og Nettó. Þegar skoðaðar eru þær 280 vörur sem fundust hjá öllum fjórum sést að Prís er 0,2% yfir lægsta verði að meðaltali en Bónus, Krónan og Nettó nær hvert öðru en Prís, milli 4,5-6,9% yfir lægsta verði að meðaltali,“ segir í tilkynningunni. Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá eftirlitinu segir að í einu tilfelli hafi vöruverð verið jafnt, í fjórum tilfellum hafi Bónus boðið upp á 25 prósent lægri vöru. Restin, eða 509 vörur, hafi verið 0,2 prósent til 48 prósent ódýrari í Prís. „Stærsti verðmunurinn var á stóru heimilisbrauði Myllunnar, sem er tæplega helmingi ódýrara í Prís en í Bónus. Sá mikli munur skýrir hvers vegna verðbil milli Prís og Bónus er að meðaltali mest í flokknum brauð, eða tæp 12%. Aðrir flokkar sem eru umtalsvert ódýrari í Prís en Bónus eru sælgæti og snakk (7,9%), kaffi (7,8%) og gos (6,4%). Allt frá sama merkinu Þær fjórar vörur sem eru ódýrari í Bónus eru allar sósur frá Blå Bland – Aioli, grísk sósa, mexíkósk sósa og bernaise sósa. Þær kostuðu allar 298kr í Bónus en 399kr í Prís,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Prís sé enn ódýrasta verslunin í reglulegum smanburði verðlagseftirlitsins, allt frá opnun hennar í ágúst. Verð þar hafi í janúar verið að meðaltali 1,93 prósent yfir lægsta verði, en í Bónus að meðaltali 3,81 prósent yfir lægsta verði. Prís í sérflokki „Prís sker sig úr og er, líkt og við opnun, nokkru undir verði annarra lágvöruverðsverslana. Sé miðað við að lágvöruverðsverslanir séu að meðaltali innan 10% frá lægsta verði, þá telja þær Prís, Bónus, Krónuna og Nettó. Þegar skoðaðar eru þær 280 vörur sem fundust hjá öllum fjórum sést að Prís er 0,2% yfir lægsta verði að meðaltali en Bónus, Krónan og Nettó nær hvert öðru en Prís, milli 4,5-6,9% yfir lægsta verði að meðaltali,“ segir í tilkynningunni.
Verðlag Matvöruverslun Verslun Neytendur Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira