Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2025 14:31 Ljósabekkjum á Íslandi hefur farið fækkandi á síðustu árum. Getty Hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós síðustu tólf mánuði á Íslandi er nú fimm prósent og er það einu prósentustigi lægra en í síðustu könnun sem gerð var 2022. Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna. Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Þetta sýna nýlegar niðurstöður könnunar á notkun ljósabekkja á Íslandi sem Gallup gerði fyrir samstarfshóp Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins. Á vef Geislavarna segir að einnig fækki ljósabekkjum á Íslandi samkvæmt síðustu talningu Geislavarna sem gerð var 2023. Þá hafi fjöldi ljósabekkja á Íslandi verið 86 en til samanburðar var fjöldinn 97 árið 2020. Geislavarnir ráða fólki frá því að nota ljósabekki enda fylgir notkun þeirra aukin hætta á húðkrabbameini. „Það vekur athygli að þrátt fyrir að hlutfall þeirra sem hafa farið í ljós hafi lækkað á milli kannana þá sýna niðurstöðurnar að þeir sem fara á annað borð í ljós fara oftar í ljós núna en árið 2022. Meðalfjöldi skipta sem svarendur hafa farið í ljós á sl. 12 mánuðum fer úr 0,2 skiptum upp í 0,6 skipti. Þar ber mest á því að fleiri fara vikulega eða oftar í ljós: Árið 2022 var hlutfallið 0% en er nú 0,7%. Einnig eru fleiri sem fara í ljós 1-3 sinnum í mánuði. Árið 2022 var hlutfallið 0,1% en er nú 0,4%. Myndin hér að neðan sýnir hvernig þróunin hefur verið frá upphafi mælinga á hlutfalli fullorðinna sem notuðu ljósabekki á undangengum 12 mánuðum. Geislavarnir ríkisins hafa talið ljósabekki á Íslandi á þriggja ára fresti frá árinu 2005 og var síðasta talning gerð í lok árs 2023. Þá voru samtals 16 staðir sem seldu almenningi aðgang að ljósabekkjum með samtals 86 ljósabekki, þar af 64 á höfuðborgarsvæðinu og 22 utan þess. Myndin að neðan sýnir hvernig fjöldi ljósabekkja á Íslandi hefur þróast frá árinu 2005. Norrænu geislavarnastofnanirnar hafa gefið út sameiginlega yfirlýsingu um ráðleggingar gegn notkun ljósabekkja og hana má finna hér. Í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem kom út 2017 segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest en 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja hefur verið í gildi á Íslandi frá janúar 2011,“ segir á vef Geislavarna.
Heilsa Heilbrigðismál Ljósabekkir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira