Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2025 10:01 Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun