Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar 22. janúar 2025 10:01 Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Krabbameinsfélagið hvetur heilbrigðisráðherra til að lækka gjald, sem konur í eftirliti vegna aukinnar áhættu á brjóstakrabbameinum þurfa að greiða fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum, til jafns við gjald fyrir brjóstaskimun. Brjóstaskimun sem býðst öllum konum á Íslandi á aldrinum 40 – 74 ára felst í röntgenmyndatöku. Með röntgenmyndatöku af brjóstum er mögulegt að greina brjóstakrabbamein áður en þau valda einkennum. Það eykur batahorfur og getur lækkað dánartíðni af völdum brjóstakrabbameina meðal kvenna sem eru skimaðar reglulega um 40%. Markmiðið er að þátttaka kvenna sé ekki undir 75%. Til að jafna aðgengi kvenna að skimuninni var gjald fyrir hana lækkað úr rúmlega 6.000 krónum niður í 500 krónur í október síðastliðnum. Rannsóknirnar geta bjargað mannslífum. Sami tilgangur – tveir hópar – ólíkt gjald Sams konar myndatökur, gerðar á sama stað, með sömu tækjum og af sama starfsfólki, eru líka nýttar í skipulögðu eftirliti sem býðst konum sem eru í aukinni áhættu fyrir brjóstakrabbameini, til dæmis vegna stökkbreytinga í BRCA-geni. Eftirlitið sem býðst þessum hlutfallslega litla hópi felst meðal annars í röntgenmyndum af brjóstum einu sinni á ári. Konurnar þurfa að greiða um 12.000 krónur fyrir myndatökuna. Það getur sannarlega verið hindrun fyrir þátttöku. Rannsóknin er sú sama hvort sem um er að ræða lýðgrundaða skimun eða eftirlit með konum í aukinni áhættu, röntgenmyndataka af brjóstum. Tilgangurinn er líka sá sami, að greina brjóstakrabbamein snemma, sem getur bjargað mannslífum. Meðal markmiða Krabbameinsfélagsins er að lækka dánartíðni af völdum krabbameina. Að greina krabbamein snemma er einn liður í því. Krabbameinsfélagið tekur undir með Brakkasamtökunum og hvetur heilbrigðisráðherra til að láta tilganginn helga meðalið og jafna gjald beggja hópa fyrir sömu rannsókn. Kostnaður má ekki koma í veg fyrir þátttöku, því lífið liggur við. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun