„Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 14:49 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er glaður í hjartanu yfir viðtökum almennings sem birtast í fjölda tillagna til hagræðingar í samráðsgátt. Vísir/Vilhelm Það kemur fyllilega til greina að endurskoða innkaupareglur ríkisins á flugmiðum segir Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Ríkið hefur verið sakað um óeðlilega viðskiptahætti en ráðherra segir mikilvægt að finna hagstæðustu lausnina fyrir ríkið, hvort sem það varðar kostnað vegna vinnuferða eða annarra innkaupa hins opinbera. Daði kveðst himinlifandi með áhuga almennings á skilvirkni í ríkisrekstri. Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Fram kom í fréttum fyrr í vikunni að forsvarsmenn flugfélagsins Play hafi til skoðunar að leita réttar síns vegna viðskiptahátta ríkisins, sem stjórnarformaður félagsins segir óeðlilega. Flugfélagið hefur lagt það til við ríkisstjórnina, sem sankar nú að sér sparnaðarráðum frá almenningi, að ódýrasta flugfarið verði alltaf keypt þegar ríkisstarfsmenn halda út fyrir landsteinana starfa sinna vegna. Athygli var jafnframt vakin á því, að síðastliðin tvö ár hafi ríkið aðeins keypt um 1,4% allra keyptra flugmiða af Play sem er langt frá því að endurspegla markaðshlutdeild félagsins. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir vel koma til greina að endurskoða núverandi fyrirkomulag. „Það er fyllilega á borðinu að skoða þessi innkaup eins og öll önnur innkaup. Þessi tillaga hefur komið fram ítrekað í sögunni og þarna þurfum við bara að leita til markaðsaðila um tilboð og finna þar hagkvæmustu lausnina fyrir ríkið,“ segir Daði. Vilja vinna hratt úr tillögum Borist hafa ríflega 3200 tillögur í samráðsgátt þar sem almenningur hefur kost á að leggja fram tillögur að hagræðingu í rekstri hins opinbera. Þá hafa forstöðumenn hjá ríkinu verið beðnir um tillögur að hagræðingu, einföldun stjórnsýslu og sameiningu stofnana. Ljóst er að mikið verk er fyrir höndum að vinna úr öllum þeim tillögum sem berast. „Við erum að klára núna skipun á þriggja manna hópi sem mun stýra vinnunni og síðan munu starfsmenn ráðuneytis koma að því. Markmiðið er að vinna eins hratt úr þessu og kostur er að þetta klárist núna á vormánuðum. Það er sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta sem nýskipaðs fjármála- og efnahagsráðherra, hvað þjóðinni er umhugað um skilvirkan rekstur hins opinbera, það eru góðar fréttir,“ segir Daði.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Play Rekstur hins opinbera Viðreisn Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira