Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar 17. janúar 2025 10:03 Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Forvitni um gervigreind Sem markþjálfi elska ég að læra, prófa nýja hluti, breyta hegðun, og skora á sjálfa mig og aðra. Þetta er drifkrafturinn minn – löngun til að vaxa og fá meira út úr lífinu. Þegar ég heyrði fyrst um ChatGPT varð ég forvitin: Hvaðan kemur þessi gervigreind og hvernig er best að nýta hana? Þetta er spurning sem líklega margir velta fyrir sér – og ég líka. Eins og með flesta nýjunga tekur það suma lengri tíma að læra, tileinka sér og skilja tæknina, en aðra. Sumir stökkva beint í djúpu laugina, á meðan aðrir taka því rólega. Sjálf er ég enn að læra á möguleika gervigreindarinnar, en forvitnin knýr mig áfram. Hvað er markþjálfun í grunninn? Þegar ég er spurð hvað markþjálfun er, svara ég oftast einfaldlega: „Markþjálfun snýst um sjálfsþekkingu.“ Sem markþjálfi tek ég samtöl sem styðja fólk við að vaxa, skilja styrkleika sína og lífsgildi, og finna stefnu í lífinu. Þetta samtal getur leitt til nýrra sýna og lausna. En spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér er: Getur gervigreind stutt við þessa sjálfsþekkingarvinnu? Gervigreind: Nýr leikmaður í markþjálfunarheiminum? Getur AI verið „markþjálfi“? Gervigreind og markþjálfun eiga margt sameiginlegt. Gervigreindin er þjálfuð – rétt eins og við markþjálfar erum. Við markþjálfar erum þjálfaðir í aðferðarfræðinni og erum stöðugt að læra meira, þannig höldum við okkur í góðu standi með handleiðslu frá öðrum reyndari markþjálfum. Á sama hátt er gervigreindin þjálfuð af okkur mannfólkinu til að hún nýtist okkur mannfólkinu og hana er hægt að þjálfa á marga vegu, þú getur eiginlega klónað þig, hægt er að gera AI Ástu markþjálfa sem ég er einmitt að leika mér við að gera þessa dagana í gegnum fyrirtæki sem bíður upp á slíka þjónustu. Svo hef ég verið hjá henni Bebby AI markþjálfa líka. Tækifærin sem gervigreind býður upp á Gervigreindin getur verið ómetanlegt tól. Hún getur greint gögn, veitt innsýn og jafnvel hjálpað til við sjálfsþekkingu. Við getum ímyndað okkur að AI-tól eins og ChatGPT geti gert ferlið markvissara, til dæmis með því að draga fram persónuleikaþætti sem gætu stutt samtalið okkar en betur sem markþjálfar. Gervigreindin gæti komið með sterkari spurningar en við markþjálfar sem dæmi. Ógnirnar sem þarf að hafa í huga Þrátt fyrir möguleikana koma líka áskoranir. Mun gervigreindin geta veitt þá samkennd og innsýn sem þarf í mannlegum samskiptum? Hvernig tryggjum við að gögn sem gervigreindin safnar séu örugg? Þetta eru stórar siðferðislegar spurningar og er markþjálfasamfélagið út um allan heim að skoða þessi mál. EU er komið með reglugerð sem hægt er að lesa sér til um hér: https://artificialintelligenceact.eu/ svo það er verið að halda utan um þetta sem er mikilvægt að sé gert svo þetta fari ekki úr böndunum. Framtíðarsýn: Gervigreindin og mannlegt innsæi Ég tel að þrátt fyrir alla möguleika gervigreindar verði samkennd og mannlegt innsæi alltaf það sem markþjálfun byggir á. Gervigreind getur þjálfast hratt, en hún hefur ekki sömu dýpt og við höfum í því að skilja tilfinningar og samhengi. Það er líka eitthvað við orðið “gervi” greind sem segir manni um að þetta sé ekki “ekta” sem við manneskjurnar erum eða hvað? Mikið hlakka ég til að deila lærdómnum mínum um gervigreindina og markþjálfun á markþjálfadaginn. Tækifærin eru endalaus í mínum heimi – engar hindranir, bara spennandi áskoranir og tímar framundan! Höfundur er MCC vottaður leiðtoga/stjórnenda markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 11 ár.
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar