Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar 16. janúar 2025 14:03 Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu. Matthías Matthíasson hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum, birti á vef sínum í síðustu viku einkar athyglisverða greiningu á þróun olíuverðs og gjaldskráa stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskipa. Niðurstöðurnar eru sláandi og hljóta að verða til þess að viðskiptavinir skipafélaganna, ekki sízt Eimskips, spyrji gagnrýninna spurninga. Skipafélögin innheimta tvenns konar olíugjald. Annars vegar er olíuálag (Bunker adjustment factor eða BAF), sem Matthías tilgreinir að eigi sér langa sögu í alþjóðlegum siglingum og hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði. Þetta álag er tengt við verð á svartolíu í Rotterdam. Hins vegar er umhverfisgjald (LSS eða low sulphur fuel surcharge) en það er hugsað til að jafna þann kostnaðarauka, sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO). Matthías bendir á að þegar LSS-gjaldið var innleitt í ársbyrun 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar sé það hins vegar 950 dollarar fyrir jafnstóran gám, þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundunum tveimur hafi sízt aukizt frá því að gjaldið var innleitt. Umhverfisvænni siglingar leiða ekki af sér lækkun olíugjalda Í greiningu Matthíasar segir að í þessu samhengi verði einnig að taka fram að árið 2020 hafi Eimskip fengið afhent tvö ný skip, Dettifoss og Brúarfoss. Við móttöku skipanna hafi Eimskip greint frá því að þau væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart, en gröfin hér að neðan, sem eru fengin úr greiningu MM Logik, sýna hana glögglega. Álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu má sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Þegar kemur að umhverfisálaginu, virðist gjaldskrá Samskipa fylgja nokkuð náið þróun verðs á hinni umhverfisvænni MGO-olíu, en það er aldeilis ekki tilfellið hjá Eimskipi. Minni og meðalstóru fyrirtækin borga Eins og áður sagði hljóta þessar upplýsingar að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga. Hár flutningskostnaður er eitt af því sem kyndir verðbólguna á Íslandi, sem atvinnulífið og stjórnvöld leitast nú við að ná tökum á í sameiningu. Of há flutningsgjöld verða að sjálfsögðu til þess að neytendur þurfa að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur í verzlunum. Fyrirtæki eiga að krefjast skýringa Í þessu samhengi er rétt að rifja upp álit Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í byrjun september 2023, í framhaldi af ákvörðunum eftirlitsins vegna samráðs Eimskips og Samskipa. Í álitinu var farið yfir nokkur þeirra gjalda, sem skipafélögin leggja ofan á verð flutninga og raktar vísbendingar um að þau hafi verið mun hærri en ástæða var til. „Í ljósi framangreindrar forsögu er eðlilegt að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Er slík eftirfylgni til þess fallin að skapa aðhald gagnvart fyrirtækjunum, í ljósi þeirra atvika sem lýst er í ákvörðuninni,“ sagði í álitinu. Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Ógegnsæ og flókin gjaldskrá stóru skipafélaganna og hátt flutningsverð hefur um langt árabil verið umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Augljóslega sér ekki fyrir endann á þeirri sögu. Matthías Matthíasson hjá MM Logik, sem veitir ráðgjöf í flutningamálum, birti á vef sínum í síðustu viku einkar athyglisverða greiningu á þróun olíuverðs og gjaldskráa stóru skipafélaganna, Eimskips og Samskipa. Niðurstöðurnar eru sláandi og hljóta að verða til þess að viðskiptavinir skipafélaganna, ekki sízt Eimskips, spyrji gagnrýninna spurninga. Skipafélögin innheimta tvenns konar olíugjald. Annars vegar er olíuálag (Bunker adjustment factor eða BAF), sem Matthías tilgreinir að eigi sér langa sögu í alþjóðlegum siglingum og hafi verið hugsað til að verja skipafélögin fyrir sveiflum í olíuverði. Þetta álag er tengt við verð á svartolíu í Rotterdam. Hins vegar er umhverfisgjald (LSS eða low sulphur fuel surcharge) en það er hugsað til að jafna þann kostnaðarauka, sem varð af því að brenna dýrari og minna mengandi olíu í stað svartolíu. LSS átti þannig að dekka kostnað af muninum á verði svartolíu og minna mengandi olíu með lægra brennisteinsinnihaldi (MGO). Matthías bendir á að þegar LSS-gjaldið var innleitt í ársbyrun 2015 hafi það verið 124 Bandaríkjadollarar á 40 feta gám hjá Eimskipi. Í janúar sé það hins vegar 950 dollarar fyrir jafnstóran gám, þrátt fyrir að verðmismunur á olíutegundunum tveimur hafi sízt aukizt frá því að gjaldið var innleitt. Umhverfisvænni siglingar leiða ekki af sér lækkun olíugjalda Í greiningu Matthíasar segir að í þessu samhengi verði einnig að taka fram að árið 2020 hafi Eimskip fengið afhent tvö ný skip, Dettifoss og Brúarfoss. Við móttöku skipanna hafi Eimskip greint frá því að þau væru „þau umhverfisvænustu sinnar tegundar á Íslandi á hverja gámaeiningu“. Skipin verði mun sparneytnari á flutta gámaeiningu en eldri skip og séu útbúin olíuhreinsibúnaði sem minnki enn frekar losun brennisteins út í andrúmsloftið. Matthías nefnir að þessi búnaður hreinsi útblásturinn þannig að skipin geti brennt svartolíu í stað MGO, sem Eimskip rukki þó umhverfisgjaldið fyrir að nota. Hann vísar jafnframt til fjölda frétta og tilvitnana frá Eimskipi um umhverfisvænni siglingar og minna kolefnisspor. Í þessu ljósi segir Matthías að sú þróun sem birtist á undanförnum þremur árum komi mjög á óvart, en gröfin hér að neðan, sem eru fengin úr greiningu MM Logik, sýna hana glögglega. Álagning olíuálags hjá Eimskipi virðist ekki í neinu samhengi við þróun svartolíuverðs. Sömu tilhneigingu má sjá í gjaldskrá Samskipa, en ekki með jafnafgerandi hætti. Þegar kemur að umhverfisálaginu, virðist gjaldskrá Samskipa fylgja nokkuð náið þróun verðs á hinni umhverfisvænni MGO-olíu, en það er aldeilis ekki tilfellið hjá Eimskipi. Minni og meðalstóru fyrirtækin borga Eins og áður sagði hljóta þessar upplýsingar að gefa viðskiptavinum skipafélaganna, einkum Eimskips, tilefni til að spyrja gagnrýninna spurninga. Svo virðist sem umhverfiskröfur, sem skipafélögin hafa gjarnan kveinkað sér undan, séu fremur orðin tekjulind en kostnaðarliður. Þá er heldur betur búið að snúa hagrænum hvötum í þágu umhverfisins á haus. Ætla má að hinir stóru viðskiptavinir Eimskips, sem hafa innanhúss sérfræðiþekkingu á þróun stærða eins og olíuverðs, séu búnir að semja sig frá þessum gjaldskrárhækkunum. Minni og meðalstóru fyrirtækin, sem hafa síður aðgang að slíkri þekkingu, eru hins vegar látin borga. Hár flutningskostnaður er eitt af því sem kyndir verðbólguna á Íslandi, sem atvinnulífið og stjórnvöld leitast nú við að ná tökum á í sameiningu. Of há flutningsgjöld verða að sjálfsögðu til þess að neytendur þurfa að greiða hærra verð fyrir innfluttar vörur í verzlunum. Fyrirtæki eiga að krefjast skýringa Í þessu samhengi er rétt að rifja upp álit Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í byrjun september 2023, í framhaldi af ákvörðunum eftirlitsins vegna samráðs Eimskips og Samskipa. Í álitinu var farið yfir nokkur þeirra gjalda, sem skipafélögin leggja ofan á verð flutninga og raktar vísbendingar um að þau hafi verið mun hærri en ástæða var til. „Í ljósi framangreindrar forsögu er eðlilegt að viðskiptavinir Samskipa og Eimskipa kalli í hverju tilviki eftir skýringum á fjárhæð einstakra gjalda sem innheimt eru, þegar gengið er til samninga. Er slík eftirfylgni til þess fallin að skapa aðhald gagnvart fyrirtækjunum, í ljósi þeirra atvika sem lýst er í ákvörðuninni,“ sagði í álitinu. Upplýsingarnar, sem MM Logik hefur tekið saman, gefur viðskiptamönnum skipafélaganna sannarlega tilefni til að kalla eftir skýringum. Þær gefa stjórnvöldum og hagsmunasamtökum tilefni til hins sama. Og síðast en ekki sízt sýna þær að það er svigrúm á sjóflutningamarkaðnum fyrir nýja keppinauta, sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun