Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Aron Guðmundsson skrifar 16. janúar 2025 11:31 Þeir voru ófáir titlarnir sem Víkingar sönkuðu að sér undir stjórn Arnars í Fossvoginum Forráðamenn Víkings Reykjavíkur hefðu viljað fá miklu hærri upphæð fyrir fyrrverandi þjálfara sinn, Arnar Gunnlaugsson, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að draumastarfinu og telja að endingu að niðurstaðan viðræðanna sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við. „Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“ Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira
„Auðvitað gleðst maður fyrir hönd Arnars að fá þetta stóra starf. Það er eftirsjá af Arnari því hann skilar liðinu á mun betri stað heldur en hann tók við því á,“ segir Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings R. í samtali við Vísi. Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings ReykjavíkurMynd: Hafliði Breiðfjörð „Við erum þakklát honum, verðum ævinlega þakklát. Það var bara kominn tími fyrir hann til að prófa eitthvað nýtt og taka næsta skref. Við gerðum þetta í góðu samtali við Arnar. Ég áttaði mig á því að hans hugur leitaði þangað og þá reyndum við að sjá til þess að við værum allavegana ekki að eyðileggja það.“ Þar sem að Arnar var samningsbundinn Víkingum þurfti hann í fyrsta lagi að ná samkomulagi við KSÍ um kaup og kjör og svo þurfti sambandið sjálft að ná samkomulagi við Víking Reykjavík um kaupverð til þess að tryggja sér þjónustu Arnars. Viðræðurnar gengu vel að sögn Heimis. „Faglega unnið af öllum aðilum. KSÍ var í góðum samskiptum við mig, Eysteinn Pétur framkvæmdastjóri og Þorvaldur formaður. Við fórum yfir það hvað þurfti til og auðvitað koma ákveðnar skaðabætur til Víkings, ég má nú ekki tjá mig um neinar upphæðir í því samhengi en þetta gekk nokkuð vel fyrir sig.“ Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að Víkingar myndu fá 10-15 milljónir króna frá KSÍ fyrir Arnar. Eru þið sáttir með það sem að þið fenguð fyrir Arnar? „Nei við erum það ekki og ég hefði viljað fá miklu, miklu hærri upphæð fyrir Arnar en þú nefnir. En eins og við ræddum áðan þá ætluðum við ekki að eyðileggja draumastarfið hans Arnars. Ég held að niðurstaðan sé eitthvað sem að allir geti verið sáttir við.“ Nýr þjálfari kynntur á næstu dögum Í yfirlýsingu Víkings Reykjavíkur í gær sagði að greint yrði frá ráðningu á nýjum þjálfara á næstu dögum er þar Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Arnars hjá Víkingum talinn langlíklegastur í stöðuna. Heimir segir lendingu ekki hafa náðst hvað varðar þjálfaramálin. Sölvi Geir Ottesen.Vísir/Arnar „Nei við erum ekki komnir með lendingu. Þetta var klárað í gærkvöld og í dag erum við í viðræðum og pælingum. Svo sjáum við til hvort við getum ekki fljótlega haft tilkynningu klára fyrir leikmannahóp og stuðningsmenn okkar. En ekkert klárt í því.“ Bara eitt sem kemur til greina Áskorunin framundan er að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur undir stjórn Arnars, áskorun af stóru tagi. Víkingar komust á flug undir stjórn Arnars „Ég tel að framtíðin sé björt og það hlýtur að vera markmið okkar að reyna fylgja þessu eftir. Þegar að félag er komið á þennan stað þá er það bara eins hjá okkur og nokkrum öðrum slíkum félögum á Íslandi. Það er bara eitt sem kemur til greina og það er að sækja þennan titil sem að við misstum á síðasta ári.“
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Besta deild karla Fótbolti Víkingur Reykjavík Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Sjá meira