Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 15. janúar 2025 07:00 Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Húsnæðismál Efnahagsmál Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Þróun efnahagsmála hefur verið nokkuð jákvæð síðustu mánuði, þrátt fyrir að ég hefði viljað sjá okkur vera komin lengra þegar kemur að lækkun vaxta. Verðbólga hefur lækkað verulega, vextir eru á niðurleið og ég ætla að leyfa mér að hafa væntingar um að þeir muni lækka tiltölulega hratt á næstu mánuðum. Lækkun vaxta er einhver mesta kjarabót sem heimili og fyrirtæki hér á landi geta fengið og það er því til mikils að vinna að nýrri ríkisstjórn takist vel til við stjórn efnahagsmála í landinu. Áskoranir á húsnæðismarkaði Uppbygging húsnæðis verður áfram lykilmál í íslensku samfélagi, en húsnæðismál eru í raun mjög stórt efnahagsmál. Okkur hefur fjölgað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og við þurfum að byggja meira af húsnæði fyrir fólk. Samhliða því að okkur er að fjölga meira er hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast og fer hratt lækkandi líkt og meðfylgjandi mynd sýnir. Við erum að eldast, fráskildum fjölgar og við erum að eignast börn síðar á lífsleiðinni. Sú þróun staðfestir að ekki er bara nóg að byggja meira, heldur er einnig mikil þörf á því að byggja rétt. Um 15% íbúða sem eru í byggingu eru undir 70 fermetrum, en það hlutfall þyrfti líklega að vera um 40%. Minni íbúðir eru ekki einungis fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref inn á markaðinn, heldur einnig það fólk sem er að minnka við sig. Með þeim hætti myndast ákveðin hringrás og gluggi opnast í stærri eignir á markaði fyrir þá sem stækka þurfa við sig. Sýna þarf sameiginlegan vilja til frekari uppbyggingar Þrátt fyrir mikla uppbyggingu á síðustu árum þurfum við að byggja meira líkt og m.a. breytt íbúasamsetning sýnir. Það kann að hljóma sérkennilega þegar við sjáum eignir til sölu sem ættu að vera fyrir löngu orðnar að griðastað venjulegs fólks. Þar hafa hins vegar hert lánþegaskilyrði Seðlabankans reynst kaupendum og seljendum mjög illa. Það og takmarkað framboð lóða á nýju landi hafa í raun hamlað kraftmeiri uppbyggingu. Það er alveg ljóst að ef ekki verður breyting á mun það hafa mikil áhrif á þróun verðbólgu og vexti inn í framtíðina. Skortur leiðir af sér hátt verð, sem hefur áhrif til hækkunar á verðbólgu sem hefur þau áhrif að vextir hækka. Nú reynir því á kjörna fulltrúa á þingi, í borgarstjórn og sveitarstjórnum um land allt. Takið höndum saman og tryggið nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis til framtíðar. Höfundur er frv. þingmaður og eigandi af Vissa ráðgjöf ehf.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun