Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar 11. janúar 2025 11:01 Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Geðheilbrigði Samfélagsmiðlar Sóley Dröfn Davíðsdóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur verið rætt um aukinn kvíða meðal ungmenna og hefur þetta verið tengt við kórónuveirufaraldurinn og aukna skjánotkun. Þótt fleiri jánki því í könnunum að kvíði sé til staðar, er óljóst hvort kvíðaraskanir séu algengari en verið hefur. Með kvíðaröskun er átt við að kvíðinn sé langvinnur, umfangsmikill og hamlandi, þannig að líf fólks sé undirlagt. Því kunna áhyggjur af meintum kvíðafaraldri að vera óhóflegar, nema áhyggjurnar sjálfar verða á endanum að kvíðavanda. Í raun er kvíði meinlaus og verndandi tilfinning sem stuðlað hefur að afkomu mannsins. Langbest er að vera svolítið kvíðinn, þótt skiljanlega þrái þeir sem illa eru haldnir af kvíða að „losna við hann“. Hóflegur kvíði bætir frammistöðu okkar, enda myndum við vart rífa okkur upp til vinnu eða próflesturs á morgnana ef við værum allsendis ókvíðin. Ekki væri heldur gott að vera sultuslakur á startlínunni fyrir kapphlaup. Því höfum við oft óþarflega neikvæðar hugmyndir um kvíða, tipplum á tánum í kringum fyrirbærið og lítum á kvíðann sem varasama tilfinningu sem halda beri í skefjum. Eins finnst okkur vissara að vernda börnin fyrir þessu ástandi, til dæmis með því að hlífa þeim við krefjandi aðstæðum. Vissulega er óþægilegt að verða mjög kvíðinn en það versta sem gerist er að kvíðakast láti á sér kræla, sem líður hjá innan skamms. Þó ber að nefna að kvíðaraskanir geta verulega markað líf fólks og mikilvægt að fólk fái aðstoð þegar á þarf að halda. Óttinn við óttann algengur Algengt er að þeir sem glíma við kvíðavanda hræðist líkamlegu einkennin sem kvíðanum fylgja. Ofsakvíði einkennist til dæmis af óttanum við það að fá kvíðakast því fólk telur einkennin sem kastinu fylgja skaðleg, óttast til dæmis að það geti sturlast, kafnað eða fengið hjartaáfall. Þó reynir ekki meira á hjartað í kvíðakasti en sem því nemur að ganga rösklega upp stiga, súrefnismettunin aldrei betri sökum oföndunar og sturlunareinkenni af allt öðrum toga. Þeir sem eru með afmarkaða fælni, til dæmis lyftu- eða hundafælni, hræðast oft að þeir muni deyja eða fara yfir um af hræðslu. Sá sem glímir við félagsfælni hræðist líka kvíðann af ótta við að hann verði sýnilegur öðrum. Viðbrögðin skipta sköpum Kvíðinn sjálfur er meinlaus en tiltekin viðbrögð eru óheppileg og gera það verkum að kvíðinn fer að ræsast oftar og oftar í hinum ýmsu aðstæðum. Hlutverk kvíðans er að passa upp á okkur líkt og ofurnæmur reykskynjari. Þegar kvíðinn virkjast er hann að spyrja hvort hætta sé fyrir hendi. Ef við bregðumst við eins og hætta sé til staðar, erum við að senda staðfestandi boð inn í kvíðakerfið og kvíðinn ræsist þá aftur í svipuðum aðstæðum. Með tíð og tíma færir kvíðinn sig upp á skaptið þar til við er komið í þrotlausa vinnu við það að passa okkur á hinu og þessu. Viljum við vinna gegn óhóflegum kvíða þarf að gera hið gagnstæða; sækja í kvíðvænlegar aðstæður í anda Ronju ræningjadóttur, taka sénsinn og leyfa kvíðanum að rasa óhindrað. Gera þarf öfugt við „það sem kvíðinn vill“ (nema flestir væru sammála um að aðstæðurnar væru lífshættulegar). Segjum til dæmis að þú hræðist sýkla og missir greiðu í gólfið þegar þú ert að hafa þig til. Kvíðinn virkjast og fer fram á að greiðan verði sótthreinsuð. Öfug viðbrögð væru þá að stíga á greiðuna með skítugum skónum, taka hana síðan upp og greiða sér með henni. Vissulega gæti sumum þótt erfitt að gera þetta hjálparlaust, en ef menn temja sér gagnstæð viðbrögð mun kvíðinn smám saman fara minnkandi, þótt hann aukist aðeins til að byrja með. Sams konar viðbrögð þurfum við að senda börnum okkar og öðrum sem að okkur standa: Hvetjum til þess að tekist sé á við aðstæður í stað þess að forðast þær. Ungmenni samtímans fá líklega færri tækifæri til að valsa um eins og Ronja og sigrast á aðstæður sem eflt hefðu dáð. Með breyttum viðbrögðum má vinna gegn kvíðavanda þannig að hann kvíðinn verði innan eðlilegra marka. Höfundur er yfirsálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar