Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Atli Ísleifsson skrifar 10. janúar 2025 10:06 Í erindi fasteignafélagsins Heima kemur fram að félagið sé tilbúið að breyta annarri og mögulega þriðju hæð hússins við Ármúla 6 úr skrifstofurými í leikskóladeildir og starfsmannarými. Reykjavíkurborg Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn. Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi í október síðastliðnum auglýst eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. „Samkvæmt auglýsingunni er miðað við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 6-18 mánaða frá undirritun leigusamnings og miðað er við 10-15 ára leigutíma með mögulegri framlengingu. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að ganga til viðræðna við Heima, í kjölfar erindis félagsins til borgarinnar. Leikskólinn Múlaborg starfar þegar á fyrstu hæð í húsnæði við Ármúla 8a.Reykjavíkurborg Stækkun sem rúmar 48-120 börn Leikskólinn Múlaborg starfar þegar á fyrstu hæð í húsnæði við Ármúla 6 en í erindi fasteignafélagsins Heima kemur fram að félagið sé tilbúið að breyta annarri og mögulega þriðju hæð hússins úr skrifstofurými í leikskóladeildir og starfsmannarými. Grófar hönnunarforsendur af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir húsnæðið liggja fyrir og byggja má frumhönnun á þeim. Stefnt verður að því að stækka leikskólann um 455 til 910 fermetra svo hann geti rúmað þrjár til sex deildir fyrir 48 til 120 leikskólabörn til viðbótar við þau 48 börn sem þegar sækja leikskólann á fyrstu hæð hússins. Einnig verður hugað að stækkun leikskólalóðar til að mæta fjölgun barna. Í erindi Heima kemur fram að húsnæðið hafi þegar verið tekið í gegn að utan; skipt um glugga og fleira. Aðgengi sé frábært, næg bílastæði og lyfta í húsinu. Þá er talað um að áhersla verði lögð á hönnun sem endurspegli grænar lausnir Stefnt verður að undirritun leigusamnings fyrir lok þessa mánaðar og að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun. Í gær var tilkynnt um leikskóla sem til stendur að byggja í Elliðaárdal,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi í október síðastliðnum auglýst eftir húsnæði og lóð fyrir leikskóla, 800 til 2000 fermetra húsnæði ásamt 1400 til 1800 fermetra aðliggjandi útileiksvæði. „Samkvæmt auglýsingunni er miðað við að taka á leigu húsnæði sem er tilbúið til notkunar innan 6-18 mánaða frá undirritun leigusamnings og miðað er við 10-15 ára leigutíma með mögulegri framlengingu. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að ganga til viðræðna við Heima, í kjölfar erindis félagsins til borgarinnar. Leikskólinn Múlaborg starfar þegar á fyrstu hæð í húsnæði við Ármúla 8a.Reykjavíkurborg Stækkun sem rúmar 48-120 börn Leikskólinn Múlaborg starfar þegar á fyrstu hæð í húsnæði við Ármúla 6 en í erindi fasteignafélagsins Heima kemur fram að félagið sé tilbúið að breyta annarri og mögulega þriðju hæð hússins úr skrifstofurými í leikskóladeildir og starfsmannarými. Grófar hönnunarforsendur af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir húsnæðið liggja fyrir og byggja má frumhönnun á þeim. Stefnt verður að því að stækka leikskólann um 455 til 910 fermetra svo hann geti rúmað þrjár til sex deildir fyrir 48 til 120 leikskólabörn til viðbótar við þau 48 börn sem þegar sækja leikskólann á fyrstu hæð hússins. Einnig verður hugað að stækkun leikskólalóðar til að mæta fjölgun barna. Í erindi Heima kemur fram að húsnæðið hafi þegar verið tekið í gegn að utan; skipt um glugga og fleira. Aðgengi sé frábært, næg bílastæði og lyfta í húsinu. Þá er talað um að áhersla verði lögð á hönnun sem endurspegli grænar lausnir Stefnt verður að undirritun leigusamnings fyrir lok þessa mánaðar og að leikskólinn verði tilbúinn til notkunar innan tólf mánaða frá undirritun. Í gær var tilkynnt um leikskóla sem til stendur að byggja í Elliðaárdal,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Leikskólar Skóla- og menntamál Borgarstjórn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira