Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 10. janúar 2025 11:01 Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Hvað er betra en góður kaffibolli á köldum janúar morgni? Góður kaffibolli í góðum félagsskap! Ég þori næstum að fullyrða að flestar stórar ákvarðanir, ný verkefni, samstarf eða annarskonar snilld hafi byrjað við kaffivél einhversstaðar. Framundan eru nokkrir ef ekki tugir kaffibolla sem bíða eftir að verða sötraðir yfir hverjum ferðaþjónustu viðburðinum á fætur öðrum. Ferðaþjónustuvikan hefur markað sér mikilvægan sess meðal fjölbreyttra þjónustufyrirtækja um allt land sem nýta sér tækifærið til að efla sig í leik og starfi með þátttöku í málstofum, vinnustofum, ráðstefnum og raunverulegum mannamótum. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með Nýársmálstofu ferðaþjónustunnar, Markaðssamtali um ferðaþjónustu framtíðarinnar, Dagur ábyrgrar ferðaþjónustu, stefnumót við ferðatækni, markaðstorg ráðstefnu haldara og mikilvægt samtal um öryggi og slys í ferðaþjónustu. Allt þetta endar svo á risastóru stefnumóti landsbyggðar ferðaþjónustufyrirtækja og höfuðborgar í Kórnum í Kópavogi þegar Mannamót binda slaufu á þessa mögnuðu viku. Ferðaþjónustuvikan er mikilvægur vettvangur fyrir atvinnurekendur og starfsmenn í ferðaþjónustu en hún er líka hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á því að kynna sér þessa mögnuðu atvinnugrein sem skapaði 600 milljarða í útflutningstekjur fyrir Ísland á síðasta ári, gerir okkur kleift að auka lífsgæði svo um munar með fjölda veitingastaða og fjölbreyttrar afþreyingar, veitir tæplega 40.000 manns atvinnu í fjölbreyttum störfum, gefur byggðalögum víða um land súrefni til að halda úti grunnþjónustu við íbúa og veitir fólki tækifæri til að stunda skapandi störf í sinni heimabyggð. Fáar atvinnugreinar hafa verið jafn mikilvægt byggðaþróunar verkfæri síðustu ár. Það er mesta mýta að störf í ferðaþjónustu séu að meirihluta láglaunastörf. Fjöldi starfa krefjast sérfræðimenntunar og er aukin tækni og sjálfvirknivæðing eitt af stóru tækifærum greinarinnar til að leysa af hendi mannaflsfrek störf og auka hagræðingu í rekstri. Þá er framtíðarsýn greinarnar byggð á því að vera leiðandi í sjálfbærri þróun sem krefst bæði seiglu og aga atvinnurekenda. Störf tengd menntun og reynslu í markaðsmálum, nýsköpun, rekstri, umhverfis og loftslagsmálum er m.a það sem fyrirtæki leita eftir sérfræðingum í. Ímynd Íslands er að stórum hluta í höndum útflutningsfyrirtækja og þar ber ferðaþjónusta gríðarlega ábyrgð. Til þess að vel takist til og vörumerkið Ísland, sem við eigum öll saman, bíði ekki hnekki, þurfum við að sameinast í því að skilaboðin okkar komist á framfæri, að áfangastaðurinn Ísland verði áfram ekki bara góður staður til að búa á heldur líka fyrirmyndar staður til að heimsækja og njóta, jafnvel yfir góðum kaffibolla. ☕️ Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans sem er einn af framkvæmdaaðilum Ferðaþjónustuvikunnar ásamt Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Markaðsstofum landshlutanna og Íslandsstofu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun