Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar 10. janúar 2025 08:02 Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Sú forna en sígilda von mannsins um frið á jörðu virðist enn vera sorglega langt frá því að rætast, nú í upphafi ársins sem markar fjórðung tuttugustu og fyrstu aldar. Þróun friðar þennan aldarfjórðung er hryggileg svo ekki sé fastar að orðið kveðið. Óðum fækkar þeim er muna síðari heimsstyrjöldina af eigin raun. Reynsla flyst því miður illa milli kynslóða, þrátt fyrir upplýsingaöld með óteljandi möguleikum. Það er erfitt að skilja ógnir og hörmungar stríðsátaka fyrir þá sem ekki hafa reynt á eigin skinni. Sameinuðu þjóðirnar(SÞ) sem í ár munu fagna áttræðisafmæli, voru stofnaðar eftir sex ára heimsstyrjöld. Megin tilgangur þeirra við stofnun var að viðhalda friði og öryggi í heiminum og stuðla að vinsamlegum samskiptum þjóða í milli. Ekki verður annað séð þegar litið er yfir stöðu ófriðarmála á þessari öld, en að þetta starf SÞ hafi í raun algerlega beðið skipbrot. Máttlausar ályktanir og öryggisráð þar sem beitt er neitunarvaldi er ekki að skila því sem við ætlumst til af þessari stofnun sem var kannski hugsuð sem sú mikilvægasta í heimi. Ef SÞ væri að standa sína plikt, ætti þungi starfs samtakanna nú að vera friðarviðræður og samtal milli stríðandi þjóða. SÞ ætti að leiða stöðugar friðarumleitanir og ef þjóðir eru ekki tilbúnar til þess að koma að borðinu eftir kalli, ættu sendinefndir SÞ að sækja þær þjóðir heim, hafa þar stöðuga viðveru og halda þannig opnu samtali milli aðila meðan ófriður varir. Friður kemst aldrei á án samninga. Að „sigra“ í stríði með vopnum og mannfórnum í þúsunda, eða hundruða þúsunda vís, þar sem heilu og hálfu borgirnar og héruðin, jafnvel heilu löndin liggja eftir í rúst, er ekki sú leið sem SÞ voru stofnaðar um. Ísland hefur langa umræðuhefð, og þá hefð að leysa ágreiningsmál með orðum en ekki vopnum. Íslenska þjóðin vill friðsamleg samskipti við allar þjóðir, er andvíg vopnakaupum og beinni þátttöku í stríðsaðgerðum. Það á við jafnvel þó afstaða sé tekin með öðrum aðila máls og að við séum aðilar að NATO af fullri alvöru. Hlutverk í slíku samstarfi geta verið af ýmsu tagi, okkar getur þannig vel verið það sem snýr að mannúðarmálum og ekki síður að því að leiða þá vinnu sem þarf til að leysa deilur með samningum. Þessi afstaða þjóðarinnar kom vel fram í forsetakosningunum í sumar sem leið. Friðarumræða var töluvert áberandi og málflutningur Höllu Tómasdóttur í þeim efnum lagði með öðru grunn að hennar glæsilega sigri. Með hana sem forseta, Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup og nú nýja ríkisstjórn leidda af öflugum konum einnig, má segja að Ísland sé komið með einvalalið til forystu sem getur sett friðarumræðu á dagskrá. Með okkar hefð að leysa deilur með orðum, með kvenlegu innsæi, jarðbundinni rökhyggju, hlýju og mildi á forsendum lífs en ekki dauða, trúi ég að Ísland geti verið það afl sem þoka má heiminum í átt til friðar. Stjórnvöld ættu nú þegar að hafa forgöngu um að setja á fót nýja friðarstofnun/skóla undir SÞ sem yrði á Íslandi. Með tvíþætt hlutverk, annars vegar að stunda fræðslu og rannsóknir, hins vegar að leiða friðarviðræður milli stríðandi aðila í heiminum. Til hennar gæti ungt fólk úr stjórnmálum frá öllum löndum heims komið til tímabundins náms, fengið þar fræðslu um samskipti þjóða og leiðir til friðsællar sambúðar. Það myndaði tengsl sem yrðu með tímanum að neti milli fóks um allan heim, fólks sem yrði í framtíðinni mögulega í ráðandi stöðum í sínum löndum. Við eigum mörg gömul menntasetur sem henta vel fyrir slíka starfsemi, sem hafa ýmist verið lögð af sem slík, eða eiga undir högg að sækja. Nefna má nokkur af handahófi, s.s. Eiðar, Laugar í Sælingsdal, Laugar í S-Þing, Laugarvatn og Bifröst. Á stöðum sem þessum í náttúrufegurð og kyrrð, verða stríð og rökstuðningurinn fyrir þeim fjarlægur veruleiki og auðvelt að fá innblásna sýn til friðar. Hvaða verkefni er mikilvægara en það að stuðla að friði og betri framtíð fyrir íbúa jarðar? Viljum við hafa þar hlutverki að gegna sem þjóð, viljum við sjá okkar hlutverk og möguleika til áhrifa? Eða eiga okkar stjórnvöld frekar að fylgja nágranna- og samstarfsþjóðum okkar eftir í blindni, jafnvel þó meirihluti þjóðarinnar vilji aðra nálgun og friðvænlegri? Við getum haft áhrif á þróun heimsmála og við eigum að reyna það sem við getum, með þeim ráðum sem við þekkjum og byggja á langri friðsamlegri sögu. Það eru raunar okkar beinu hagsmunir sem þjóðar að friður ríki í heiminum. Okkar tilverugrundvöllur byggist á virðingu fyrir lögum, á frjálsum alþjóðaviðskiptum, t.d. með sölu afurða okkar og frítíminn byggir orðið mikið á frjálsum ferðalögum við öruggar aðstæður. Þegar þessi heimsmynd er í bráðri hættu getum við ekki setið þegjandi hjá. Gleðilegt ár! Höfundur er sveitarstjóri Grýtubakkahrepps.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun