Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar 10. janúar 2025 08:03 Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Sumarið 1980 var sögulegt og í stórgóðum þáttum um Vigdísi Finnbogadóttur eru þessum tímamótum gerð skil. Sjálfur fylgdist ég grannt með á sínum tíma og kosninganóttina birtust tölur á skjánum. Ég man ekki hver orti eða söng en trúbador nokkur flutti lag í þættinum og eitt erindið var alveg örugglega svona: „Albert er glæstur og Guðlaugur hress, ég gjarnan vil kjósa þá, veljið hann Pétur hann vann til þess og Vigdísi allir þrá“ Niðurstaða þessara kosninga reyndist vera mikil gæfa fyrir þjóðina okkar og áfangi í stjórnmálasögu heimsins. Nafn Vigdísar Í öllum þeim umbrotum og ósköpum sem hafa dunið yfir samfélagið á þeim áratugum sem liðnir eru, hafa nafn Vigdísar og verk hennar staðist dóm tímans. Sigurganga hennar náði ekki þó hámarki með þessu kjöri. Við getum sagt að hún hafi raunverulega byrjað þegar hún steig þessi örlagaríku skref í að verða forseti þessarar fámennu þjóðar. Þar nýttust kostir hennar vel og það hugarfar sem hún byggði þjónustu sína á. Vigdís hafði til að bera mikilvægan eiginleika þegar kemur að því að geta tileinkað sér nýja færni og þekkingu. Það er auðmýktin. Ekki barst hún á, hún talaði við fólk af jafningjagrunni. Mýkt er forsenda vaxtar og framfara. Þannig er því háttað með allt lífríkið. Á vaxtaskeiði sínu eiga lífverur auðvelt með að vera mjúkar, eins og orðið „auðmýkt“ felur í sér. Því geta þær vaxið eða lagað sig að umhverfinu. Sumar fá síðar harðan skráp og þá er ekki von á frekari vexti. Með sama hætti er auðmjúkt fólk á ævilöngu þroskaskeiði. Það gengur inn í aðstæður með þá hugsun í bakhöfðinu að það eigi ekki sjálft öll svörin en spyr fyrir vikið þeim mun meira og hlustar grannt. Framandleg viðfangsefni verða ekki tilefni til að sýna yfirburði sína og yfirvald, og breiða með því yfir veikleikana. Þvert á móti verða slíkar áskoranir tækifæri til að kynnast nýjum hliðum tilverunnar þar sem fólk talar minna en hlustar meira. Mistök og árangur eru ekki andstæður heldur tvær hliðar á sama peningnum. Hrösun veitir tækifæri til aukinnar þekkingar. Allt þetta er forsenda þess að geta haldið áfram að vaxa, verða „meira maður“ eins og Páll heitinn Skúlason orðaði það Nágrannatungurnar eiga orð yfir sama fyrirbæri sem er dregið af latneska orðinu: humilitas, sem er sjálft náskylt orðinu humus – eða mold. Viska kynslóðanna lætur ekki að sér hæða, þarna sjáum við sömu vaxtarsprotana. Auðmjúkur leiðtogi Lítillátur leiðtogi er ákveðið stef sem við sjáum víða í Biblíunni. Frásögnin af í því þegar Jesús reið inn í borgina helgu, Jerúsalem er dæmi um slíka forystu. Hann kom á lágreistum fararskjóta og var í augnhæð þeirra sem nærstaddir voru. Þetta látlausa fas Jesú í frásögninni er grundvallað á fornri hugmynd um eðli slíkra leiðtoga. Litlu síðar átti Jesús þvo fætur furðu lostinna lærisveina sína á skírdegi. Af hverju voru þeir undrandi? jú vegna þess að fótþvottur átti ekki að vera viðfangsefni meistarans, heldur þjónsins. Og með þessu sýndi Jesús í verki það sem hér hefur verið fjallað um – einmitt þá vitund að fremstu leiðtogar eru sjálfir lærisveinar. Kvennakirkjan Það var á þessum þáttum sem leiðtogar á borð við Vigdísi Finnbogadóttur byggðu forystu sína. Þar var ekki gengið fram í stærilæti og ásókn í völd, nei öðru nær. Hún hafði í reynslusjóði sínum myndina af hinum sanna leiðtoga sem gengur fram í auðmýkt og lærir með því enn meira á lífið og sjálfa sig. Árið 1974, sex árum áður en Vigdís tók við forsetaembættinu, hafði kirkjan borið gæfu til þess að vígja til prests fyrstu konuna, Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Sjálf lýsti Auður Eir þeim hugsjónum sem hún og aðrar talskonur þessarar hugmyndafræði fylgdu, í grein frá árinu 1996. Þar segir hún: „Kvennaguðfræðin, sem er guðfræði sem konur skrifa út frá sinni eigin reynslu er meðal annars guðfræðin um völdin og valdaleysið. Hún gagnrýnir völdin sem safnast saman hjá fáeinum einstaklingum og fáum hópum. Hún berst fyrir því að völdunum sé dreift svo allir eigi hluta af þeim.“ (Auður Eir Vilhjálmsdóttir, ,,Kirkja og trúarlíf síðustu áratuga: Hvað hefur breyst – hvað skortir enn á jafnrétti?", Konur og kristsmenn: Þættir úr kristnisögu Íslands, Inga Huld Hákonardóttir ritstýrði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996), bls 297) Eins og svo oft í sögu kristninnar var þessi afstaða grundvölluð á gildum sem höfðu staðist dóm sögunnar. Hér er með öðrum orðum lýst þeirri sýn hvernig við getum haft bætandi áhrif á umhverfi okkar og heiminn með því að valdefla fólkið í kringum okkur. Auður Eir gagnrýnir valdabaráttuna sem hafði áður einkennt kirkjuna. Val Vigdísar „Og Vigdísi allir þrá“ söng trúbadorinn og ég var ekki einu sinn fermdur þegar þarna var komið sögu, hvað þá með kosningarétt. Af einhverjum ástæðum festist þessi bragur samt í minni mínu! Söngurinn er kostulegur en hefur reyndar ekki elst mjög vel. Hvað á það annars að þýða að „allir þrái“ einu konuna sem þarna býður fram krafta sína? En við getum gefið þeim orðum eðlilegri blæ og lýst því yfir að öll þráum við forystumanneskju eins og hana Vigdísi. Þar hafa leiðtogar verðuga fyrirmynd. Hana við getum svo sótt lengra aftur, meðal annars í sjóði frásagna ritningarinnar. Höfundur er prestur í Neskirkju
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun