Stóru eldarnir enn hömlulausir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2025 06:39 Heilu hverfin hafa fuðrað upp í hamförunum. Getty/Apu Gomes Tíu eru látnir í gróðureldunum í Los Angeles í Kaliforníu í Bandaríkjunum og óttast að um 10 þúsund byggingar séu ónýtar. Eldarnir hafa farið yfir að minnsta kosti 140 ferkílómetra. Talið er að um 5.000 byggingar hafi orðið Palisades-eldinum að bráð og aðrar 5.000 hafi eyðilagst í Eaton-eldinum. Nýr eldur kviknaði í gær, í West Hills, norður af Calabasas, og var fljótur að dreifa úr sér. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð að hemja stóru eldana en hefur miðað eitthvað áfram með minni elda, eftir að vind lægði og mögulegt var að hefja slökkvistörf úr lofti. Á vef CNN má finna kort og gervihnattamyndir af eldunum. Heilu hverfin eru brunnin til kaldra kola og ljóst að um er að ræða einar kostnaðarsömustu náttúruhamfarir í sögu Bandaríkjanna. Rýmingum var aflétt á ákveðnum svæðum í gær og þar mátti sjá íbúa snúa aftur til að fara í gegnum rústirnar. Alls er talið að um 180 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Þess ber að geta að þegar yfirvöld í Kaliforníu tala um byggingar (e. structures) þá nær það einnig yfir minni eignir, til að mynda kofa og hjólhýsi. Þurrkar og sterkir vindar hafa meðal annars átt þátt í því að lítið sem ekkert hefur gengið að hemja eldana.Getty/Apu Gomes Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Hollywood Tengdar fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Talið er að um 5.000 byggingar hafi orðið Palisades-eldinum að bráð og aðrar 5.000 hafi eyðilagst í Eaton-eldinum. Nýr eldur kviknaði í gær, í West Hills, norður af Calabasas, og var fljótur að dreifa úr sér. Slökkviliðsmenn hafa ekki náð að hemja stóru eldana en hefur miðað eitthvað áfram með minni elda, eftir að vind lægði og mögulegt var að hefja slökkvistörf úr lofti. Á vef CNN má finna kort og gervihnattamyndir af eldunum. Heilu hverfin eru brunnin til kaldra kola og ljóst að um er að ræða einar kostnaðarsömustu náttúruhamfarir í sögu Bandaríkjanna. Rýmingum var aflétt á ákveðnum svæðum í gær og þar mátti sjá íbúa snúa aftur til að fara í gegnum rústirnar. Alls er talið að um 180 þúsund manns hafi neyðst til að yfirgefa heimili sín. Þess ber að geta að þegar yfirvöld í Kaliforníu tala um byggingar (e. structures) þá nær það einnig yfir minni eignir, til að mynda kofa og hjólhýsi. Þurrkar og sterkir vindar hafa meðal annars átt þátt í því að lítið sem ekkert hefur gengið að hemja eldana.Getty/Apu Gomes
Bandaríkin Gróðureldar Gróðureldar í Kaliforníu Hollywood Tengdar fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Gróðureldarnir í Los Angeles eru sagðir þeir mestu í sögu borgarinnar. Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs er vindurinn, sem á mikinn þátt í þessum miklu eldum, aðeins farinn að lægja og því vonast slökkviliðsmenn til að ná einhverri stjórn á útbreiðslu hans. Að því sögðu segja viðbraðgsaðilar að enn stafi gríðarleg hætta af eldunum sem eru sagðir hafa lagt heimili tugi þúsunda í rúst. 9. janúar 2025 21:09